Lofa allsherjar danstónlistarveislu Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 12:00 Claptone mætir með gullgrímuna. Mynd/Henning Schulze „Þetta er í raun og veru útgáfuteiti hjá nýju plötuútgáfunni YouAreWe frá London, sem samanstendur af tónlistarmönnum frá einhverjum stærstu danstónlistarútgáfum heimsins, Hot Creations og Get Physical,“ segja Kristinn Bjarnason, Ragnar Thor Hilmarsson og Vihjálmur Sanne, sem standa fyrir allsherjar danstónlistarveislu í Hafnarhúsinu 13. desember. Þekktasta nafnið á tónleikunum er þýski tónlistarmaðurinn Claptone, sem hefur gert það gott síðan hann steig fram á sjónarsviðið fyrir nokkru, en lagið hans No Eyes hefur til að mynda fengið mikla spilun í útvarpinu. „Hann er þekktur fyrir að mæta með gyllta grímu, pípuhatt og hvíta hanska á tónleika,“ segja strákarnir. Einnig koma fram hinir skosku Wildcats, sem reka YouAreWe ásamt hinum íslensku DJ Ghozt, Sísí Ey og KSF sem hafa endurhljóðblandað fjöldann allan af verkum tónlistarmanna, svo sem James Blake. Þá munu raftónlistarnördar gleðjast yfir því að Funktion One-hljóðkerfið verður notað í teitinu. „Það á að tjalda öllu til, þú finnur ekki betra klúbbakerfi heldur en þetta,“ segja Kristinn og Ragnar. Einnig bjóða þeir upp á sérstakan Instagram-leik á Fésbókarsíðu viðburðarins þar sem hægt verður að vinna miða. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er í raun og veru útgáfuteiti hjá nýju plötuútgáfunni YouAreWe frá London, sem samanstendur af tónlistarmönnum frá einhverjum stærstu danstónlistarútgáfum heimsins, Hot Creations og Get Physical,“ segja Kristinn Bjarnason, Ragnar Thor Hilmarsson og Vihjálmur Sanne, sem standa fyrir allsherjar danstónlistarveislu í Hafnarhúsinu 13. desember. Þekktasta nafnið á tónleikunum er þýski tónlistarmaðurinn Claptone, sem hefur gert það gott síðan hann steig fram á sjónarsviðið fyrir nokkru, en lagið hans No Eyes hefur til að mynda fengið mikla spilun í útvarpinu. „Hann er þekktur fyrir að mæta með gyllta grímu, pípuhatt og hvíta hanska á tónleika,“ segja strákarnir. Einnig koma fram hinir skosku Wildcats, sem reka YouAreWe ásamt hinum íslensku DJ Ghozt, Sísí Ey og KSF sem hafa endurhljóðblandað fjöldann allan af verkum tónlistarmanna, svo sem James Blake. Þá munu raftónlistarnördar gleðjast yfir því að Funktion One-hljóðkerfið verður notað í teitinu. „Það á að tjalda öllu til, þú finnur ekki betra klúbbakerfi heldur en þetta,“ segja Kristinn og Ragnar. Einnig bjóða þeir upp á sérstakan Instagram-leik á Fésbókarsíðu viðburðarins þar sem hægt verður að vinna miða.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira