Íhaldssöm um jólin Elín Albertsdóttir skrifar 16. desember 2014 15:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra og nú forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, segist vera mikið jólabarn og alltaf hafa verið. „Íhaldsmennskan í mér tengist helst jólum. Fer svolítið í hefðir mömmu og pabba. Rjúpur hamflettar 22. desember. Lagt á borð að kvöldi Þorláks eftir dásamlegt skötuboð hjá systur og mági og fjárhúsið í Betlehem sett upp. Alltaf sami matur, humarsúpa, rjúpur, ananasfrómas og heimagerður vanilluís. Jólakransinn sem ég geri um hver jól er það svipaður að ég fæ alltaf sömu kommentin – „flottur, bara eins og í fyrra.“ Og auðvitað bóklestur á bóklestur ofan. Svo er pínu gaman þegar maður ætlar að breyta örlítið til að þá heyrist í börnunum, Nei! Gerum þetta eins og við erum vön. En annars eru þau mjög frjálslynd.“Lestu margar bækur um jólin? „Já. Ég les mikið. Hef mikla ánægju af lestri þótt efni og efnistök bókanna séu upp og ofan. Það er eins og gengur. Dáist alltaf að hugmyndaflugi höfunda og orðkynngi þeirra.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Erfið spurning. Í æsku fannst mér Prinsessan sem átti 365 kjóla æðisleg. Einnig er ég hrifin af öllum þjóðsögunum. Var mjög glöð að fá Sendingar og fylgjur – þjóðsögur Jóns Árnasonar, held það hafi verið jólin 1975. Á síðari tímum hef ég notið þess að lesa bækurnar tvær um Karitas (Kristín Marja Baldursdóttir) og bækurnar hans Einars Kára um Sturlungatímann, Óvinafagnað, Ofsa og Skáld. Svo er auðvitað Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson í uppáhaldi.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Aftur erfitt. Ætli ég vilji ekki eignast Orðbragð. Fá hana inn á heimilið. Langar líka í smásögurnar, Það sem við tölum um þegar við tölum um ást. Sem betur fer er af nægu að taka þótt ég hafi tekið forskot á sæluna með lestri á Arnaldi og Yrsu.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra og nú forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, segist vera mikið jólabarn og alltaf hafa verið. „Íhaldsmennskan í mér tengist helst jólum. Fer svolítið í hefðir mömmu og pabba. Rjúpur hamflettar 22. desember. Lagt á borð að kvöldi Þorláks eftir dásamlegt skötuboð hjá systur og mági og fjárhúsið í Betlehem sett upp. Alltaf sami matur, humarsúpa, rjúpur, ananasfrómas og heimagerður vanilluís. Jólakransinn sem ég geri um hver jól er það svipaður að ég fæ alltaf sömu kommentin – „flottur, bara eins og í fyrra.“ Og auðvitað bóklestur á bóklestur ofan. Svo er pínu gaman þegar maður ætlar að breyta örlítið til að þá heyrist í börnunum, Nei! Gerum þetta eins og við erum vön. En annars eru þau mjög frjálslynd.“Lestu margar bækur um jólin? „Já. Ég les mikið. Hef mikla ánægju af lestri þótt efni og efnistök bókanna séu upp og ofan. Það er eins og gengur. Dáist alltaf að hugmyndaflugi höfunda og orðkynngi þeirra.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Erfið spurning. Í æsku fannst mér Prinsessan sem átti 365 kjóla æðisleg. Einnig er ég hrifin af öllum þjóðsögunum. Var mjög glöð að fá Sendingar og fylgjur – þjóðsögur Jóns Árnasonar, held það hafi verið jólin 1975. Á síðari tímum hef ég notið þess að lesa bækurnar tvær um Karitas (Kristín Marja Baldursdóttir) og bækurnar hans Einars Kára um Sturlungatímann, Óvinafagnað, Ofsa og Skáld. Svo er auðvitað Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson í uppáhaldi.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Aftur erfitt. Ætli ég vilji ekki eignast Orðbragð. Fá hana inn á heimilið. Langar líka í smásögurnar, Það sem við tölum um þegar við tölum um ást. Sem betur fer er af nægu að taka þótt ég hafi tekið forskot á sæluna með lestri á Arnaldi og Yrsu.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin