Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2014 06:00 Aron Kristjánsson er þjálfari íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/pjetur Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik. Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik.
Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira