Skilið okkur peningunum! Lars Grundtvig skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Hr. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Seðlabanka Íslands Árið 2006 fjárfestum við fyrir umtalsverða upphæð á Íslandi með kaupum á hlut í Marel hf., matvælavinnslufyrirtæki skráðu í Reykjavík. Í gegn um fjárfestingafélag okkar höfum við tekið virkan þátt í stjórnun félagsins þar sem ég tók sæti í stjórn og hef lagt vexti þess lið sem forystufyrirtæki í matvælavinnslugeiranum í heiminum. Fjárfestingar af þessum toga eru einmitt þær sem Evrópureglum um fjármálamarkaði var ætlað að auðvelda. Þegar hagkerfi Íslands hrundi árið 2008 var komið á fjármagnshöftum til þess að vernda og endurreisa hagkerfi landsins. Við höfum skilning á að hagkerfi Íslands hafi verið ógnað og að það hafi réttlætt takmarkanir á einni af helgustu reglum Evrópu: frjálsu flæði fjármagns. Þegar frá líður, með hverju farsælu skrefi sem tekið hefur verið í átt að efnahagsbata á Íslandi, hefur reynt á þolrif þessa skilnings. Ég trúi því nú fastlega að viðvarandi notkun gjaldeyrishafta geti valdið óafturkræfum skaða á framtíðarefnahagshorfum Íslands. Þótt færa megi fyrir því rök að íslenskt efnahagslíf sé enn að ná sér, þá á hið sama við um mörg önnur Evrópulönd. Þau lönd, Kýpur þar á meðal, geta hins vegar ekki reitt sig á gjaldeyrishöft og torvelt að sjá af hverju Ísland ætti að geta það. Á meðan íslenskt efnahagslíf hefur styrkst hröðum skrefum hefur greining mín á stöðunni breyst í forundran á því hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa í raun tekið forráð yfir eignum sjálfstæðs erlends fjárfestis í landinu. Sama fjárfestis og hefur tekið virkan þátt í að leggja efnahagslífinu lið. Staðan er um margt tekin að minna á þjófnað.Bréfið sem Lars Grundtvig sendir Má Guðmundssyni.Ný erfðalög breyttu stöðunni Eins og þú veist vel gerði, árið 2012, grundvallarbreyting á því hvernig erfðalög í Danmörku meðhöndla skráð hlutabréf það að verkum að fyrirtæki mitt er í hættu statt, komi til þess að ég fái ekki komið fjárfestingu minni aftur til föðurlandsins áður en ég fell frá. Ég er nú 73 ára og sú stund nálgast óðum að fyrirtæki mitt gengur að erfðum. Þessar aðstæður liggja að baki umsókn okkar til Seðlabanka Íslands í ágúst 2013 um undanþágu frá fjármagnshöftum. Í ljósi áhyggna af því að vandinn sem hér er lýst gæti leitt til þess að mörg störf glötuðust í Danmörku, funduðu sendiherra Danmerkur og konsúll með þér 20. september 2013. Á þeim fundi sagði samstarfskona þín, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, að umsókn okkar virtist uppfylla skilyrði undanþágu, en ákveðnar ótilteknar upplýsingar vantaði. Seðlabanki Íslands ynni að því að fá þessar upplýsingar frá Brussel. Ekki liggur fyrir hverjar þessar upplýsingar sem upp á vantaði gætu hafa verið. Niðurstaðan er að þrátt fyrir mikil skrifleg samskipti milli mín og skrifstofa þinna og þrátt fyrir fjögurra vikna innri afgreiðslufrest Seðlabankans til vinnslu umsókna, þá hefur tekið yfir þrettán mánuði að fá stuttlega höfnun. Í höfnunarbréfi þínu segir að hagsmunir mínir séu ekki nægilega áríðandi til að „réttlæta undanþágu fram yfir aðra í sömu stöðu“. Sem er töluverð yfirlýsing, svona með það í huga að þú hefur nú haft fjármuni okkar í haldi í meira en sex ár. Raunar má segja að sá, sem er í sömu stöðu og ég – stöðu sem gæti haft jafn skaðlegar afleiðingar – uppfyllir ekki kröfu um undanþágu, liggur í augum uppi að undanþágurnar eru sjónarspil.Stjórnvöld í rússneskri rúllettu Að það hafi tekið þrettán mánuði, fjölda slælegra afsakana, þar með taldar endurteknar spurningar og lítilfjörlegar skýringar, áður en þú sagðir okkur á endanum það sem þú hefur allan tímann vitað, endurspeglar að fullu þá slæmu meðferð sem ég og aðrir fjárfestar hafa orðið fyrir. Meðferð sem er orðin almennt kunn meðal hugsanlegra fjárfesta í öðrum löndum. Með slíkri framkomu við fjárfesta gerir þú þá fráhverfa Íslandi og grefur undan mörgum framtíðarmöguleikum Íslands á umtalsverðri erlendri fjárfestingu. Með því að gefa út undanþáguna sem við uppfyllum skilyrðin fyrir væri tekið gott skref í átt til eflingar trausts og endurbyggingar brúa sem brenndar hafa verið. Aðgerða er hins vegar þörf nú þegar. Fjármagnshöftin eru enn við lýði á sínu sjöunda ári og í ljósi nýlegrar skoðunar yfirvalda í Evrópu, sem nú gera sér stöðuna ljósa, þá vinnur tíminn ekki með Íslendingum. Íslensk stjórnvöld leika rússneska-rúllettu með aðgang Íslands að fjármagnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildarríki Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina af helgustu greinum Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (bann við fjármagnshöftum).Yðar einlægur,Lars Grundtvig Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hr. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri Seðlabanka Íslands Árið 2006 fjárfestum við fyrir umtalsverða upphæð á Íslandi með kaupum á hlut í Marel hf., matvælavinnslufyrirtæki skráðu í Reykjavík. Í gegn um fjárfestingafélag okkar höfum við tekið virkan þátt í stjórnun félagsins þar sem ég tók sæti í stjórn og hef lagt vexti þess lið sem forystufyrirtæki í matvælavinnslugeiranum í heiminum. Fjárfestingar af þessum toga eru einmitt þær sem Evrópureglum um fjármálamarkaði var ætlað að auðvelda. Þegar hagkerfi Íslands hrundi árið 2008 var komið á fjármagnshöftum til þess að vernda og endurreisa hagkerfi landsins. Við höfum skilning á að hagkerfi Íslands hafi verið ógnað og að það hafi réttlætt takmarkanir á einni af helgustu reglum Evrópu: frjálsu flæði fjármagns. Þegar frá líður, með hverju farsælu skrefi sem tekið hefur verið í átt að efnahagsbata á Íslandi, hefur reynt á þolrif þessa skilnings. Ég trúi því nú fastlega að viðvarandi notkun gjaldeyrishafta geti valdið óafturkræfum skaða á framtíðarefnahagshorfum Íslands. Þótt færa megi fyrir því rök að íslenskt efnahagslíf sé enn að ná sér, þá á hið sama við um mörg önnur Evrópulönd. Þau lönd, Kýpur þar á meðal, geta hins vegar ekki reitt sig á gjaldeyrishöft og torvelt að sjá af hverju Ísland ætti að geta það. Á meðan íslenskt efnahagslíf hefur styrkst hröðum skrefum hefur greining mín á stöðunni breyst í forundran á því hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa í raun tekið forráð yfir eignum sjálfstæðs erlends fjárfestis í landinu. Sama fjárfestis og hefur tekið virkan þátt í að leggja efnahagslífinu lið. Staðan er um margt tekin að minna á þjófnað.Bréfið sem Lars Grundtvig sendir Má Guðmundssyni.Ný erfðalög breyttu stöðunni Eins og þú veist vel gerði, árið 2012, grundvallarbreyting á því hvernig erfðalög í Danmörku meðhöndla skráð hlutabréf það að verkum að fyrirtæki mitt er í hættu statt, komi til þess að ég fái ekki komið fjárfestingu minni aftur til föðurlandsins áður en ég fell frá. Ég er nú 73 ára og sú stund nálgast óðum að fyrirtæki mitt gengur að erfðum. Þessar aðstæður liggja að baki umsókn okkar til Seðlabanka Íslands í ágúst 2013 um undanþágu frá fjármagnshöftum. Í ljósi áhyggna af því að vandinn sem hér er lýst gæti leitt til þess að mörg störf glötuðust í Danmörku, funduðu sendiherra Danmerkur og konsúll með þér 20. september 2013. Á þeim fundi sagði samstarfskona þín, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, að umsókn okkar virtist uppfylla skilyrði undanþágu, en ákveðnar ótilteknar upplýsingar vantaði. Seðlabanki Íslands ynni að því að fá þessar upplýsingar frá Brussel. Ekki liggur fyrir hverjar þessar upplýsingar sem upp á vantaði gætu hafa verið. Niðurstaðan er að þrátt fyrir mikil skrifleg samskipti milli mín og skrifstofa þinna og þrátt fyrir fjögurra vikna innri afgreiðslufrest Seðlabankans til vinnslu umsókna, þá hefur tekið yfir þrettán mánuði að fá stuttlega höfnun. Í höfnunarbréfi þínu segir að hagsmunir mínir séu ekki nægilega áríðandi til að „réttlæta undanþágu fram yfir aðra í sömu stöðu“. Sem er töluverð yfirlýsing, svona með það í huga að þú hefur nú haft fjármuni okkar í haldi í meira en sex ár. Raunar má segja að sá, sem er í sömu stöðu og ég – stöðu sem gæti haft jafn skaðlegar afleiðingar – uppfyllir ekki kröfu um undanþágu, liggur í augum uppi að undanþágurnar eru sjónarspil.Stjórnvöld í rússneskri rúllettu Að það hafi tekið þrettán mánuði, fjölda slælegra afsakana, þar með taldar endurteknar spurningar og lítilfjörlegar skýringar, áður en þú sagðir okkur á endanum það sem þú hefur allan tímann vitað, endurspeglar að fullu þá slæmu meðferð sem ég og aðrir fjárfestar hafa orðið fyrir. Meðferð sem er orðin almennt kunn meðal hugsanlegra fjárfesta í öðrum löndum. Með slíkri framkomu við fjárfesta gerir þú þá fráhverfa Íslandi og grefur undan mörgum framtíðarmöguleikum Íslands á umtalsverðri erlendri fjárfestingu. Með því að gefa út undanþáguna sem við uppfyllum skilyrðin fyrir væri tekið gott skref í átt til eflingar trausts og endurbyggingar brúa sem brenndar hafa verið. Aðgerða er hins vegar þörf nú þegar. Fjármagnshöftin eru enn við lýði á sínu sjöunda ári og í ljósi nýlegrar skoðunar yfirvalda í Evrópu, sem nú gera sér stöðuna ljósa, þá vinnur tíminn ekki með Íslendingum. Íslensk stjórnvöld leika rússneska-rúllettu með aðgang Íslands að fjármagnsmörkuðum Evrópu og að því líður að aðildarríki Evrópusambandsins og stjórnmálamenn þeirra taka að spyrja hvers vegna Íslandi sé enn heimill aðgangur að innri markaði Evrópu á meðan landið hunsar eina af helgustu greinum Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (bann við fjármagnshöftum).Yðar einlægur,Lars Grundtvig
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun