Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Björgólfur Guðmundsson bíður eftir því að bera vitni í Ímon málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Stefán Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir var ófær um að hjálpa föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni, í viðskiptaþrenginum hans eftir hrun. Frá þessu greinir hann í nýrri sjálfsævisögu sinni, Billions to Bust — and Back, sem út kom í dag. „Einhverjir vantrúaðir hafa gagnrýnt mig og talið að ég gæti hafa samið við kröfuhafa föður míns um leið og mína eigin, og bjargað honum þannig frá gjaldþroti,“ greinir hann frá í bók sinni. „En verkefnið sem ég stóð frammi fyrir eftir hrunið var gífurlega stórt. Ekki var nokkur leið að ég gæti hafa náð samningi við kröfuhafa föður míns, um fram það að annast hans hlut í sameiginlegum skuldbindingum okkar.“ Björgólfur bætir við að hann hafi raunar spurst fyrir í bönkunum hvort hægt væri að ná einhverjum samningi. „En það var bara ekki hægt.“Bók Björgólfs Thors BjörgólfssonarBjörgólfur þakkar föður sínum hins vegar í bókinni þann grunn sem lagður var að viðskiptum þeirra feðga síðar meir. Sjálfur hafi hann á unga aldri ákveðið að einbeita sér að viðskiptum utan Íslands, eftir að hafa horft á þá meðferð sem Björgólfur eldri varð fyrir í tengslum við Hafskipsmálið á sínum tíma. Grunnurinn var svo lagður í drykkjarvöruframleiðslu í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar. Á uppgangsárunum fyrir hrun segir Björgólfur Thor hins vegar að sambandi hans við hans hafi hrakað. „Í ágúst 2003, vorum við búnir að gefa út yfirlýsingu um að þaðan í frá myndum við halda okkar eigin leið hvor í viðskiptum.“ Björgólfur eldri sem setið hafði í stjórn Pharmaco (sem síðar varð Actavis) lét þar af stjórnarsetu og Björgólfur yngri tók þar við stjórnartaumunum og keypti hlut föður síns. „Við vorum sammála um að Pharmaco væri áhættusamari en fjárfesting í Landsbankanum, auk þess sem stjórnarformannsseta í Landsbankanum kallaði á alla athygli föður míns,“ skrifar Björgólfur Thor. Björgólfur eldri segir Björgólfur Thor að hafi notið sín í Landsbankanum. „Sem stjórnarformaður í Íslands helsta banka fékk hann þá opinberu viðurkenningu sem hann þráði og naut þess að vera virtur og tignaður innan bankans. Hann gat gat baðað sig í þeirri fullvissu að hafa hreinsað orð sitt í augum landsmanna. Sumir tóku meira að segja að kalla hann Greifann af Monte Cristo.“ Björgólfur Thor segir um leið að komið hafi sér á óvart að þetta hafi ekki nægt föður hans. Á leik West Ham og Everton um miðjan desember 2007. Björgólfur var á þessum tíma formaður West Ham United.Nordicphotos/Getty Images„Hann fór að taka virkan þátt í því Matador-spili sem þá átti sér stað á Íslandi, og fjárfesti í því sem ég myndi kalla skrauteignir og skuldsetti sig með fyrirtækjum erlendis,“ segir Björgólfur Thor. Hann kveður stöðuna hafa kristallast í fjárfestingu föður hans, í West Ham United í Bretlandi. Fjárfestingu sem hann hafi talið vafasama. „Faðir minn keppti þarna í leik yngri manna og átti þar óhægt um vik. Hann þurfti að reiða sig um of á ráðgjafa og ferðaðist ekki nóg, og náði því ekki þeirri innsýn og yfirsýn sem er þörf í slíkum viðskiptum.“ Þannig hafi Björgólfur Guðmundsson mætt of seint til leiks, tímanlega í hrunið, sem gert hafi hann gjaldþrota og eyðilagt bæði tilfinningalega og fjárhagslega. „Þetta er sorglegt því hann gæti líklega hafa forðast gjaldþrot ef hann hefði látið sér nægja stöðu sína í Landsbankanum. Það voru hinar fjárfestingarnar hans sem komu honum í vandræði.“ Björgólfur Thor segir að sér hafi verið mjög erfitt að horfa upp á vandræði föður síns, enda hafi hann sjálfur viljað sjá hann fá uppreista æru eftir að hafa orðið fyrir rangindum áður. Tengdar fréttir Leiðréttir goðsagnir um hrunið Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. 27. nóvember 2014 07:00 Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir var ófær um að hjálpa föður sínum, Björgólfi Guðmundssyni, í viðskiptaþrenginum hans eftir hrun. Frá þessu greinir hann í nýrri sjálfsævisögu sinni, Billions to Bust — and Back, sem út kom í dag. „Einhverjir vantrúaðir hafa gagnrýnt mig og talið að ég gæti hafa samið við kröfuhafa föður míns um leið og mína eigin, og bjargað honum þannig frá gjaldþroti,“ greinir hann frá í bók sinni. „En verkefnið sem ég stóð frammi fyrir eftir hrunið var gífurlega stórt. Ekki var nokkur leið að ég gæti hafa náð samningi við kröfuhafa föður míns, um fram það að annast hans hlut í sameiginlegum skuldbindingum okkar.“ Björgólfur bætir við að hann hafi raunar spurst fyrir í bönkunum hvort hægt væri að ná einhverjum samningi. „En það var bara ekki hægt.“Bók Björgólfs Thors BjörgólfssonarBjörgólfur þakkar föður sínum hins vegar í bókinni þann grunn sem lagður var að viðskiptum þeirra feðga síðar meir. Sjálfur hafi hann á unga aldri ákveðið að einbeita sér að viðskiptum utan Íslands, eftir að hafa horft á þá meðferð sem Björgólfur eldri varð fyrir í tengslum við Hafskipsmálið á sínum tíma. Grunnurinn var svo lagður í drykkjarvöruframleiðslu í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar. Á uppgangsárunum fyrir hrun segir Björgólfur Thor hins vegar að sambandi hans við hans hafi hrakað. „Í ágúst 2003, vorum við búnir að gefa út yfirlýsingu um að þaðan í frá myndum við halda okkar eigin leið hvor í viðskiptum.“ Björgólfur eldri sem setið hafði í stjórn Pharmaco (sem síðar varð Actavis) lét þar af stjórnarsetu og Björgólfur yngri tók þar við stjórnartaumunum og keypti hlut föður síns. „Við vorum sammála um að Pharmaco væri áhættusamari en fjárfesting í Landsbankanum, auk þess sem stjórnarformannsseta í Landsbankanum kallaði á alla athygli föður míns,“ skrifar Björgólfur Thor. Björgólfur eldri segir Björgólfur Thor að hafi notið sín í Landsbankanum. „Sem stjórnarformaður í Íslands helsta banka fékk hann þá opinberu viðurkenningu sem hann þráði og naut þess að vera virtur og tignaður innan bankans. Hann gat gat baðað sig í þeirri fullvissu að hafa hreinsað orð sitt í augum landsmanna. Sumir tóku meira að segja að kalla hann Greifann af Monte Cristo.“ Björgólfur Thor segir um leið að komið hafi sér á óvart að þetta hafi ekki nægt föður hans. Á leik West Ham og Everton um miðjan desember 2007. Björgólfur var á þessum tíma formaður West Ham United.Nordicphotos/Getty Images„Hann fór að taka virkan þátt í því Matador-spili sem þá átti sér stað á Íslandi, og fjárfesti í því sem ég myndi kalla skrauteignir og skuldsetti sig með fyrirtækjum erlendis,“ segir Björgólfur Thor. Hann kveður stöðuna hafa kristallast í fjárfestingu föður hans, í West Ham United í Bretlandi. Fjárfestingu sem hann hafi talið vafasama. „Faðir minn keppti þarna í leik yngri manna og átti þar óhægt um vik. Hann þurfti að reiða sig um of á ráðgjafa og ferðaðist ekki nóg, og náði því ekki þeirri innsýn og yfirsýn sem er þörf í slíkum viðskiptum.“ Þannig hafi Björgólfur Guðmundsson mætt of seint til leiks, tímanlega í hrunið, sem gert hafi hann gjaldþrota og eyðilagt bæði tilfinningalega og fjárhagslega. „Þetta er sorglegt því hann gæti líklega hafa forðast gjaldþrot ef hann hefði látið sér nægja stöðu sína í Landsbankanum. Það voru hinar fjárfestingarnar hans sem komu honum í vandræði.“ Björgólfur Thor segir að sér hafi verið mjög erfitt að horfa upp á vandræði föður síns, enda hafi hann sjálfur viljað sjá hann fá uppreista æru eftir að hafa orðið fyrir rangindum áður.
Tengdar fréttir Leiðréttir goðsagnir um hrunið Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. 27. nóvember 2014 07:00 Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Leiðréttir goðsagnir um hrunið Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. 27. nóvember 2014 07:00
Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13