Breytingar haft áhrif á fæðingarorlof feðra Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Breytingar á umgjörð fæðingarorlofs hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Fréttablaðið/Getty Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira