Spaugsemi úr norrænum sagnaarfi Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 17:30 Ármann Jakobsson. „Þetta er bók sem ætti að hvetja börn til að lesa því hún ætti að auka orðaforðann til muna,“ segir Halla Þórlaug. Vísir/Stefán Bækur: Síðasti galdrameistarinn Ármann Jakobsson JPV Ármann Jakobsson hefur nú sent frá sér sína fyrstu barnabók, sem ber titilinn Síðasti galdrameistarinn. Ármann er prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en sérsvið hans eru miðaldabókmenntir. Hann sækir enda í norrænan sagnaarf við ritun sögunnar sem hér um ræðir. Sagan segir frá Kára nokkrum, sem óvænt neyðist til að taka við sem opinber galdrameistari ríkisins. Það kemur bæði til vegna misskilnings og lyga ættingja hans, en síðasti galdrameistarinn, frændi Kára, lést í bardaga við dreka. Ástæðuna má rekja til eigin hégóma, en hann var hættur að ganga með gleraugu til að ganga í augun á kvenþjóðinni. Þetta er gott dæmi um undirliggjandi húmor í bókinni, en bókin er virkilega fyndin – og á svo yndislega lúmskan hátt. En aftur að Kára. Hann neyðist sem sagt til að taka við sem galdrameistari – en það er sérstaklega óheppilegt í ljósi þess að hann kann alls ekki að galdra. Upphefst þá skondin saga af því hvernig hann reynir að blekkja konunginn og hirðina alla og komast hjá því að viðurkenna að hann kann alls ekki að galdra. Sögusviðið er Skandinavía og sögutíminn er snemma á miðöldum. Ármann er sem fyrr segir prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands enda er málfar áberandi gott. Þetta er bók sem ætti að hvetja börn til að lesa því hún ætti að auka orðaforðann til muna. Ég ætla að lesa hana aftur bara með það í huga að læra af henni málfarslega séð. Sagan minnir á þjóðsögu, Kári þarf að leysa þrjár þrautir og stór hluti bókarinnar fjallar um það ævintýri. Undirliggjandi umfjöllunarefni er þó samfélagið og fjallar höfundur um ýmiss konar misrétti þess, til dæmis kynjamisrétti, fordóma og misskiptingu auðs í samfélaginu. Persónusköpun er góð og þrátt fyrir að bæði aðalpersónan og aðstoðarmaður hans séu strákar þá kemur sterk kvenpersóna fljótlega fram sem hefur mikil áhrif á framvindu sögunnar. Drengirnir tveir eru raunar mjög hissa á þessari stúlku og tala mikið um hvað hún sé óvenjuleg stelpa, sem bæði pirrar femínískar taugar lesandans og vekur hann til umhugsunar um leið, sérstaklega þegar stúlkan segir að yfirleitt hafi það verið sagt um hana í neikvæðum tón. Það er margt undirliggjandi í sögunni um Kára sem hugsanlega er hulið yngstu lesendunum en mætti nýta sem umræðuefni.Niðurstaða: Bráðfyndin saga sem byggir á norrænum sagnaarfi en fjallar ekki síður um nútímasamfélag. Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Síðasti galdrameistarinn Ármann Jakobsson JPV Ármann Jakobsson hefur nú sent frá sér sína fyrstu barnabók, sem ber titilinn Síðasti galdrameistarinn. Ármann er prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en sérsvið hans eru miðaldabókmenntir. Hann sækir enda í norrænan sagnaarf við ritun sögunnar sem hér um ræðir. Sagan segir frá Kára nokkrum, sem óvænt neyðist til að taka við sem opinber galdrameistari ríkisins. Það kemur bæði til vegna misskilnings og lyga ættingja hans, en síðasti galdrameistarinn, frændi Kára, lést í bardaga við dreka. Ástæðuna má rekja til eigin hégóma, en hann var hættur að ganga með gleraugu til að ganga í augun á kvenþjóðinni. Þetta er gott dæmi um undirliggjandi húmor í bókinni, en bókin er virkilega fyndin – og á svo yndislega lúmskan hátt. En aftur að Kára. Hann neyðist sem sagt til að taka við sem galdrameistari – en það er sérstaklega óheppilegt í ljósi þess að hann kann alls ekki að galdra. Upphefst þá skondin saga af því hvernig hann reynir að blekkja konunginn og hirðina alla og komast hjá því að viðurkenna að hann kann alls ekki að galdra. Sögusviðið er Skandinavía og sögutíminn er snemma á miðöldum. Ármann er sem fyrr segir prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands enda er málfar áberandi gott. Þetta er bók sem ætti að hvetja börn til að lesa því hún ætti að auka orðaforðann til muna. Ég ætla að lesa hana aftur bara með það í huga að læra af henni málfarslega séð. Sagan minnir á þjóðsögu, Kári þarf að leysa þrjár þrautir og stór hluti bókarinnar fjallar um það ævintýri. Undirliggjandi umfjöllunarefni er þó samfélagið og fjallar höfundur um ýmiss konar misrétti þess, til dæmis kynjamisrétti, fordóma og misskiptingu auðs í samfélaginu. Persónusköpun er góð og þrátt fyrir að bæði aðalpersónan og aðstoðarmaður hans séu strákar þá kemur sterk kvenpersóna fljótlega fram sem hefur mikil áhrif á framvindu sögunnar. Drengirnir tveir eru raunar mjög hissa á þessari stúlku og tala mikið um hvað hún sé óvenjuleg stelpa, sem bæði pirrar femínískar taugar lesandans og vekur hann til umhugsunar um leið, sérstaklega þegar stúlkan segir að yfirleitt hafi það verið sagt um hana í neikvæðum tón. Það er margt undirliggjandi í sögunni um Kára sem hugsanlega er hulið yngstu lesendunum en mætti nýta sem umræðuefni.Niðurstaða: Bráðfyndin saga sem byggir á norrænum sagnaarfi en fjallar ekki síður um nútímasamfélag.
Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira