Kvensjúkdómalæknir í vinnu á leikskóla í átta ár Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 09:00 Liana hefur búið á Íslandi í þrettán ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki fengið vinnu sem hæfir menntun hennar og vinnur á leikskóla. Henni finnst vinnan skemmtileg en heldur í vonina um að geta einn daginn starfað við fag sitt hérlendis. Fréttablaðið/Vilhelm Liana Belinska, sem er menntaður kvensjúkdómalæknir, hefur búið á Íslandi í ellefu ár án þess að fá starf sem hæfir menntun hennar. Hún vinnur á leikskóla en vonast til þess að geta einn daginn starfað við það sem hún menntaði sig til í heimalandinu, Úkraínu. Liana og eiginmaður hennar, sem er menntaður skurðlæknir, fluttu til Íslands árið 2003. Þau höfðu bæði starfað við kennslu á kennslusjúkrahúsi að loknu sérfræðinámi í læknisfræði. „Ég var í góðri stöðu sem deildarstjóri kvensjúkdómadeildar en hún var ólaunuð,“ segir Liana. Aðstæður í heimalandinu voru ekki góðar og lítil von um bjarta framtíð. Eiginmaður hennar fór til London þar sem hann fór að vinna í byggingarvinnu til þess að sjá fyrir Liönu og ungum syni þeirra. Eftir um tvö ár í London heyrði eiginmaðurinn af Íslandi og ákvað að heimsækja landið. Honum leist vel á og sá fyrir sér að fjölskyldan gæti átt góða framtíð hér saman. „Við komum að heimsækja hann og vorum hér í þrjá mánuði fyrst. Ég sótti um í íslensku fyrir útlendinga í háskólanum, komst inn og þá ákváðum við að flytja hingað,“ segir hún. Liana segir þau strax hafa lagt mikla áherslu á að samlagast íslensku samfélagi sem best. „Ég las mikið af bókum og horfði á íslenskt sjónvarpsefni.“ Hún náði góðum tökum á íslenskunni og stuttu eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum sá hún auglýsta stöðu aðstoðarlæknis sem hún ákvað að prófa að sækja um. „Ég var boðuð í viðtal og átti að fá að vinna launalaust á bráðamóttökunni í eitt ár til þess að læra inn á hvernig þetta virkar allt hér. Ég var alveg til í það en á þeim tíma hélt ég að ég væri að fá búsetuleyfi. Það var þannig að ef maður kláraði BA í íslensku þá fékk maður búsetuleyfi. Síðan fer ég í sumarfrí til Úkraínu og þegar ég kem heim bíður mín bréf frá Útlendingastofnun um að ég hafi ekki fengið leyfið. Þá var búið að breyta lögunum og ég þurfti að fara að vinna og borga skatta til þess að geta átt rétt á leyfinu.“ Hún varð því að hætta við starfsnámið á spítalanum og réð sig til vinnu á leikskólanum sem sonur hennar hafði verið á þegar þau komu fyrst til landsins. Þar vinnur hún enn þann dag í dag en eiginmaður hennar starfar í vörumóttöku og eldhúsi á Landspítalanum. Hún segist þekkja nokkra læknis- og viðskiptamenntaða innflytjendur sem hefur einnig gengið illa að fá menntun sína metna. Sjálf hefur hún margoft reynt að fá menntun sína metna en lítið orðið ágengt. „Ég fékk þau svör fyrir ári að ég þyrfti að taka síðustu þrjú árin í læknisfræðinni. Ég er alveg til í það. Þeir vilja hins vegar að ég taki klásusinn til þess að komast inn og mér finnst það ósanngjarnt,“ segir Liana. „Þar er ekki verið að spyrja um hluti tengda læknisfræði. Ég er búin með sex ára nám í þessu og finnst ég ekki eiga að þurfa að taka þetta próf til þess að geta tekið síðustu þrjú árin aftur.“ Liana sendi bréf til læknadeildarinnar í ágúst til þess að reyna að komast hjá því að taka inngangsprófið en hefur ekki enn fengið svör. Hún segist þó ekki hafa misst vonina og vonast til þess að einhvern tímann geti hún starfað hér sem læknir. „Ég finn það alveg að mig langar að gera meira. Ég var að hugsa um daginn að kannski væri ég bara orðin alltof gömul til þess að fara að vinna við þetta. Ég var þrítug þegar ég kom hingað og er 42 ára núna. Ef ég klára þessi þrjú ár þá er ég um 45 ára þegar ég byrja að vinna og þá á ég alveg 22 ár eftir af starfsævinni þannig að það gæti alveg gengið,“ segir hún. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Liana Belinska, sem er menntaður kvensjúkdómalæknir, hefur búið á Íslandi í ellefu ár án þess að fá starf sem hæfir menntun hennar. Hún vinnur á leikskóla en vonast til þess að geta einn daginn starfað við það sem hún menntaði sig til í heimalandinu, Úkraínu. Liana og eiginmaður hennar, sem er menntaður skurðlæknir, fluttu til Íslands árið 2003. Þau höfðu bæði starfað við kennslu á kennslusjúkrahúsi að loknu sérfræðinámi í læknisfræði. „Ég var í góðri stöðu sem deildarstjóri kvensjúkdómadeildar en hún var ólaunuð,“ segir Liana. Aðstæður í heimalandinu voru ekki góðar og lítil von um bjarta framtíð. Eiginmaður hennar fór til London þar sem hann fór að vinna í byggingarvinnu til þess að sjá fyrir Liönu og ungum syni þeirra. Eftir um tvö ár í London heyrði eiginmaðurinn af Íslandi og ákvað að heimsækja landið. Honum leist vel á og sá fyrir sér að fjölskyldan gæti átt góða framtíð hér saman. „Við komum að heimsækja hann og vorum hér í þrjá mánuði fyrst. Ég sótti um í íslensku fyrir útlendinga í háskólanum, komst inn og þá ákváðum við að flytja hingað,“ segir hún. Liana segir þau strax hafa lagt mikla áherslu á að samlagast íslensku samfélagi sem best. „Ég las mikið af bókum og horfði á íslenskt sjónvarpsefni.“ Hún náði góðum tökum á íslenskunni og stuttu eftir að hún útskrifaðist úr háskólanum sá hún auglýsta stöðu aðstoðarlæknis sem hún ákvað að prófa að sækja um. „Ég var boðuð í viðtal og átti að fá að vinna launalaust á bráðamóttökunni í eitt ár til þess að læra inn á hvernig þetta virkar allt hér. Ég var alveg til í það en á þeim tíma hélt ég að ég væri að fá búsetuleyfi. Það var þannig að ef maður kláraði BA í íslensku þá fékk maður búsetuleyfi. Síðan fer ég í sumarfrí til Úkraínu og þegar ég kem heim bíður mín bréf frá Útlendingastofnun um að ég hafi ekki fengið leyfið. Þá var búið að breyta lögunum og ég þurfti að fara að vinna og borga skatta til þess að geta átt rétt á leyfinu.“ Hún varð því að hætta við starfsnámið á spítalanum og réð sig til vinnu á leikskólanum sem sonur hennar hafði verið á þegar þau komu fyrst til landsins. Þar vinnur hún enn þann dag í dag en eiginmaður hennar starfar í vörumóttöku og eldhúsi á Landspítalanum. Hún segist þekkja nokkra læknis- og viðskiptamenntaða innflytjendur sem hefur einnig gengið illa að fá menntun sína metna. Sjálf hefur hún margoft reynt að fá menntun sína metna en lítið orðið ágengt. „Ég fékk þau svör fyrir ári að ég þyrfti að taka síðustu þrjú árin í læknisfræðinni. Ég er alveg til í það. Þeir vilja hins vegar að ég taki klásusinn til þess að komast inn og mér finnst það ósanngjarnt,“ segir Liana. „Þar er ekki verið að spyrja um hluti tengda læknisfræði. Ég er búin með sex ára nám í þessu og finnst ég ekki eiga að þurfa að taka þetta próf til þess að geta tekið síðustu þrjú árin aftur.“ Liana sendi bréf til læknadeildarinnar í ágúst til þess að reyna að komast hjá því að taka inngangsprófið en hefur ekki enn fengið svör. Hún segist þó ekki hafa misst vonina og vonast til þess að einhvern tímann geti hún starfað hér sem læknir. „Ég finn það alveg að mig langar að gera meira. Ég var að hugsa um daginn að kannski væri ég bara orðin alltof gömul til þess að fara að vinna við þetta. Ég var þrítug þegar ég kom hingað og er 42 ára núna. Ef ég klára þessi þrjú ár þá er ég um 45 ára þegar ég byrja að vinna og þá á ég alveg 22 ár eftir af starfsævinni þannig að það gæti alveg gengið,“ segir hún.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira