Vilja skipta Google upp Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. nóvember 2014 07:30 Leitarvél Google mótar mjög netnotkun fjölda fólks. Nordicphotos/AFP Stofnanir Evrópusambandsins eru í vaxandi mæli farnar að skipta sér af starfsemi bandaríska netrisans Google. Í gær samþykktu þingmenn Evrópuþingsins ályktun um að leitarþjónusta Google verði aðskilin frá annarri þjónustu fyrirtækisins. Ályktunin er ekki bindandi, en var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 174. Við atkvæðagreiðsluna í gær sátu 56 þingmenn hjá. Þá hefur rannsókn á Google verið í gangi í fjögur ár á vegum samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, og snýst sú rannsókn um það hvort Google misnoti sér yfirburðastöðu sína sem helsta leitarvél á vefnum. Til dæmis gæti Google þess að önnur þjónusta fyrirtækisins, eins og til dæmis kortavefur Google, lendi efst eða ofarlega á lista þegar fólk leitar að slíku. „Þegar fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu, þá þarf það hreinlega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu,“ segir þýski Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht, úr flokki Græningja, í viðtali við þýska sjónvarpið ARD. Fyrr á árinu kvað Evrópudómstóllinn upp þann úrskurð að Google beri að verða við óskum um að niðrandi efni um einstaklinga á netinu „gleymist“ fari viðkomandi einstaklingar fram á það. Á miðvikudaginn lýsti svo persónuvernd Evrópusambandsins því yfir að þessi „réttur til að gleymast“ eigi ekki einungis að gilda um efni á landsvefjum Google heldur einnig um efni á almenna vefnum Google.com. Bandarísk stjórnvöld hafa varað Evrópuþingið við afskiptum af rekstri Google. Fastafulltrúar Bandaríkjanna sendu fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að evrópskir stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á rannsókn samkeppniseftirlitsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hins vegar sagt mikilvægt að leitarþjónusta Google verði óhlutdræg og gagnsæ. Neytendur eigi að fá aðgang að leitaraðferðum Google, og reyndar annarra leitarvéla einnig. Gæta verði þess að leitarvélar séu ekki í reynd auglýsingaþjónusta fyrir tilteknar vörur. Þessi afskipti stofnana Evrópusambandsins af starfsemi Google minna reyndar töluvert á afskipti Evrópusambandsins af tölvurisanum Microsoft, sem á endanum neyddist til að aðskilja að mestu netvafra sinn, Internet Explorer, frá Windows-kerfinu. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Stofnanir Evrópusambandsins eru í vaxandi mæli farnar að skipta sér af starfsemi bandaríska netrisans Google. Í gær samþykktu þingmenn Evrópuþingsins ályktun um að leitarþjónusta Google verði aðskilin frá annarri þjónustu fyrirtækisins. Ályktunin er ekki bindandi, en var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 174. Við atkvæðagreiðsluna í gær sátu 56 þingmenn hjá. Þá hefur rannsókn á Google verið í gangi í fjögur ár á vegum samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, og snýst sú rannsókn um það hvort Google misnoti sér yfirburðastöðu sína sem helsta leitarvél á vefnum. Til dæmis gæti Google þess að önnur þjónusta fyrirtækisins, eins og til dæmis kortavefur Google, lendi efst eða ofarlega á lista þegar fólk leitar að slíku. „Þegar fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu, þá þarf það hreinlega að sætta sig við að geta ekki boðið upp á allt í einu,“ segir þýski Evrópuþingmaðurinn Jan Philipp Albrecht, úr flokki Græningja, í viðtali við þýska sjónvarpið ARD. Fyrr á árinu kvað Evrópudómstóllinn upp þann úrskurð að Google beri að verða við óskum um að niðrandi efni um einstaklinga á netinu „gleymist“ fari viðkomandi einstaklingar fram á það. Á miðvikudaginn lýsti svo persónuvernd Evrópusambandsins því yfir að þessi „réttur til að gleymast“ eigi ekki einungis að gilda um efni á landsvefjum Google heldur einnig um efni á almenna vefnum Google.com. Bandarísk stjórnvöld hafa varað Evrópuþingið við afskiptum af rekstri Google. Fastafulltrúar Bandaríkjanna sendu fyrr í vikunni frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að evrópskir stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á rannsókn samkeppniseftirlitsins. Þingmenn Evrópuþingsins hafa hins vegar sagt mikilvægt að leitarþjónusta Google verði óhlutdræg og gagnsæ. Neytendur eigi að fá aðgang að leitaraðferðum Google, og reyndar annarra leitarvéla einnig. Gæta verði þess að leitarvélar séu ekki í reynd auglýsingaþjónusta fyrir tilteknar vörur. Þessi afskipti stofnana Evrópusambandsins af starfsemi Google minna reyndar töluvert á afskipti Evrópusambandsins af tölvurisanum Microsoft, sem á endanum neyddist til að aðskilja að mestu netvafra sinn, Internet Explorer, frá Windows-kerfinu.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira