Hr. Aleinn heima Sigga Dögg skrifar 29. nóvember 2014 10:00 vísir/getty Þegar ég var korteri frá kynþroskaskeiðinu þá var ég hrifin af Macaulay Culkin. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var stór Hollywood-stjarna og ég var nemandi í grunnskóla í Keflavík. Mín helsta von til þess að hitta hann væri ef hann væri í Disney-garðinum í næsta fjölskyldufríinu mínu eða ef hann þyrfti að heimsækja hernaðarsvæði Bandaríkjamanna í Keflavík. Þetta rifjast allt saman upp fyrir mér árlega er jólin nálgast og ég á heilaga stund alein heima, með honum, Hr. Aleinn Heima. Ég var gersamlega fallin. Ég krotaði nafn hans á dulmáli á handarbakið (ég átti reyndar erfitt með að stafa það rétt svo ég kallaði hann bara Kevin) og klippti út myndir af honum í Æskunni og límdi við rúmið mitt. Einu sinni hvíslaði besta vinkona mín að mér að bekkjarbróðir okkar væri skotin í mér og spurði mig hvort ég vildi byrja með honum í næstu frímínútum. (Munið þið ekki eftir þessu boðberakerfi í upphafi sambanda?) Ég horfði á hana með blöndu af hryllingi og hneykslan. „Þú veist að ég er að spara mig fyrir Kevin, hann gæti komið til Keflavíkur og þá ætla ég ekki að eiga kærasta.“ Ekki nóg með að ég væri sannfærð um að hann myndi koma til Keflavíkur heldur var ég viss um að okkur væri ætlað að vera saman. Hann myndi liggja kylliflatur fyrir mér þegar hann sæi mig. Alveg eins og í bíómyndunum þá myndi sólin falla á mitt venjulega andlit og gerbreyta því í töfrandi prinsessu sem hann gæti ekki annað en… faðmað. Ég var ekki komin lengra en svo í kynferðislegri útfærslu. Þegar við værum orðin par þá ætlaði ég að kynna hann fyrir öllum vinum mínum og svo myndum við fá okkur franskar og sjeik. Árin liðu en aldrei kom Kevin til Keflavíkur. Nema þá bara á skjáinn þar sem hann æpti svo eftirminnilega. Það var svo í brúðkaupsferðalaginu mínu um Kaliforníu sem leiðir okkar lágu loksins saman. Þvílík tímasetning! Við hjónin sátum á þekktum veitingastað og maðurinn minn kippti í mig og spurði hvort strákarnir á næsta borði væru ekki eitthvað kunnuglegir. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þarna var hann, útúrsjúskaður ofvaxinn Kevin sem hafði bara ekkert elst vel. Hjartað tók ekki lengur aukaslag fyrir hann. Svona var þá í pottinn búið, hjartað hafði elst og smekkur þess breyst. Kevin var ekki lengur til. Ætli ég hafi ekki litið út eins og sturlaður aðdáandi er ég reyndi að segja honum þetta allt með augnaráðinu einu saman en það verður að hafa það, barnshjartað þurfti að fá sína kveðjustund. Við munum þó alltaf eiga okkar einhliða rómans í nóvember og desember á ári hverju. Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þegar ég var korteri frá kynþroskaskeiðinu þá var ég hrifin af Macaulay Culkin. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann var stór Hollywood-stjarna og ég var nemandi í grunnskóla í Keflavík. Mín helsta von til þess að hitta hann væri ef hann væri í Disney-garðinum í næsta fjölskyldufríinu mínu eða ef hann þyrfti að heimsækja hernaðarsvæði Bandaríkjamanna í Keflavík. Þetta rifjast allt saman upp fyrir mér árlega er jólin nálgast og ég á heilaga stund alein heima, með honum, Hr. Aleinn Heima. Ég var gersamlega fallin. Ég krotaði nafn hans á dulmáli á handarbakið (ég átti reyndar erfitt með að stafa það rétt svo ég kallaði hann bara Kevin) og klippti út myndir af honum í Æskunni og límdi við rúmið mitt. Einu sinni hvíslaði besta vinkona mín að mér að bekkjarbróðir okkar væri skotin í mér og spurði mig hvort ég vildi byrja með honum í næstu frímínútum. (Munið þið ekki eftir þessu boðberakerfi í upphafi sambanda?) Ég horfði á hana með blöndu af hryllingi og hneykslan. „Þú veist að ég er að spara mig fyrir Kevin, hann gæti komið til Keflavíkur og þá ætla ég ekki að eiga kærasta.“ Ekki nóg með að ég væri sannfærð um að hann myndi koma til Keflavíkur heldur var ég viss um að okkur væri ætlað að vera saman. Hann myndi liggja kylliflatur fyrir mér þegar hann sæi mig. Alveg eins og í bíómyndunum þá myndi sólin falla á mitt venjulega andlit og gerbreyta því í töfrandi prinsessu sem hann gæti ekki annað en… faðmað. Ég var ekki komin lengra en svo í kynferðislegri útfærslu. Þegar við værum orðin par þá ætlaði ég að kynna hann fyrir öllum vinum mínum og svo myndum við fá okkur franskar og sjeik. Árin liðu en aldrei kom Kevin til Keflavíkur. Nema þá bara á skjáinn þar sem hann æpti svo eftirminnilega. Það var svo í brúðkaupsferðalaginu mínu um Kaliforníu sem leiðir okkar lágu loksins saman. Þvílík tímasetning! Við hjónin sátum á þekktum veitingastað og maðurinn minn kippti í mig og spurði hvort strákarnir á næsta borði væru ekki eitthvað kunnuglegir. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Þarna var hann, útúrsjúskaður ofvaxinn Kevin sem hafði bara ekkert elst vel. Hjartað tók ekki lengur aukaslag fyrir hann. Svona var þá í pottinn búið, hjartað hafði elst og smekkur þess breyst. Kevin var ekki lengur til. Ætli ég hafi ekki litið út eins og sturlaður aðdáandi er ég reyndi að segja honum þetta allt með augnaráðinu einu saman en það verður að hafa það, barnshjartað þurfti að fá sína kveðjustund. Við munum þó alltaf eiga okkar einhliða rómans í nóvember og desember á ári hverju.
Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira