Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. mars 2025 17:02 Þormóður lét nýverið taka íbúðina í gegn sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta. Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs. Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira