Íslenskir leikarar tjá sig: „Þetta snertir mann djúpt í hjartað“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 10:00 Robin Williams tók að sér hin ýmsu hlutverk og var einstaklega laginn við að festast ekki í sömu persónunni. Þó áttu flestar persónur hans það sameiginlegt að vera sérstakar og óvenjulegar líkt og hann sjálfur. Mynd/Getty Leikarans Robin Williams hefur verið minnst um gervalla heimskringluna síðan þau tíðindi bárust seint á sunnudagskvöld að hann hefði fundist látinn á heimili sínu í Kaliforníu. Íslenskir leikarar eru þar ekki undanskildir og enginn af þeim sem Lífið hafði samband við var ósnortinn af fregnum af dauðsfalli hans.Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona.Hefur aldrei hlegið jafnmikið að nokkrum leikara „Mér finnst þetta hræðilega sorglegt,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, en hún getur ekki gert upp á milli hlutverka Williams. „Hann tengist svo barnæskunni. Aladdín var nú eitt, svo auðvitað Mrs. Doubtfire og hlutverk hans í Dead Poet Society. Svo sá ég klippu af honum þar sem hann hitti apann Koko sem varð ástfanginn af honum. Eftir það lýsti hann því hvað það er sérstakt þegar einhver af annarri tegund reynir við mann. Ég hef aldrei hlegið jafn mikið að einum manni, hann var algjör snillingur. Þetta snertir mann djúpt í hjartað af því að heimurinn er búinn að tapa þessari góðu sál.“ Ingvar E. Sigurðsson, leikari.Úr augunum streymdi bæði sorg og gleði „Ég hef alltaf tekið eftir því hvað það var mikil sorg í augunum á honum. Hann hefur algjöra sérstöðu, hann er svo svakalega tragískur á meðan hann er kómískur,“ segir Ingvar E. Sigurðsson leikari. „Hann var svo ljúfur og góður. Á sama tíma og hann var tragikómískur streymdi úr augunum á honum endalaus gæska.“ Eftirminnilegasta hlutverk Williams að mati Ingvars er hlutverk hans í The Fisher King. „Það er langt síðan ég sá hana en ég man alltaf eftir honum í þeirri mynd.“Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Williams alltof ungur til að deyja „Það eru tvö hlutverk sem eru eftirminnilegust. Mrs. Doubtfire annars vegar, hann var góður í gervum og sniðugur í að skipta um karaktera. Og einnig hlutverk hans í Bird Cage, sem mér fannst mjög skemmtileg. Hann lék homma í myndinni og mér fannst hann gera það mjög vel.“ Laddi segist alltaf sjá eftir góðum mönnum. „Hann var alltof ungur til þess að fara. Þetta er mjög sorglegt. Mér hefur fundist hann vera frábær grínisti.“ Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti.Fréttablaðið/DaníelGrét hysterískt eftir að hafa séð Toys „Eftirminnilegasta hlutverk hans að mínu mati var í kvikmyndinni Toys sem er jafnframt sorglegasta mynd sem ég hef séð. Ég fékk hysterískt grátkast og var í tilfinningalegu uppnámi í nokkra daga á eftir. Ég sá hana þegar ég var sex eða sjö ára og náði engan veginn utan um illsku heimsins,“ segir Saga Garðarsdóttir, leikkona. Hún horfði síðan á hana á ný þegar hún var orðin 18 ára. „Ég hélt að hún myndi ekki hafa svona áhrif á mig. En það var ekki rétt. Ég grátöskraði alla myndina. Hann var meistari í að búa til fallega tragikómíu, sprenghlægilegur en sympatískari en þúsund grátandi börn með kettlingaaugu.“ Robin Williams var aðeins 63 ára að aldri og á að baki farsælan feril í kvikmyndum. Hann var helst þekktur fyrir gamanleik en fékk einnig góða dóma fyrir þau hlutverk sem hann tók að sér á dramatískari vettvangi. Leikarinn féll fyrir eigin hendi en þrátt fyrir gott gengi í kvikmyndum hafði hann glímt við þunglyndi og áfengisfíkn um nokkurt skeið. Hér að neðan má sjá tímalínu af helstu atburðum úr lífi leikarans. Grafík/Garðar Tengdar fréttir Bestu stundir Robin Williams Leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. 12. ágúst 2014 08:36 Aðdáendur Williams kríta minningarorð við bekk úr Good Will Hunting "Þessi sena í kvikmyndinni á bekknum er tvímælalaust ein besta sena í nokkurri kvikmynd síðustu 50 ára.“ 12. ágúst 2014 16:00 Williams ætlaði að gera Mrs. Doubtfire 2 Robin Williams var með næsta hlutverk í pípunum. 12. ágúst 2014 16:30 Dóttir Cobains til staðar fyrir dóttur Williams Francis Bean þekkir það af eigin raun hvernig það er lifa án föður eftir sjálfsvíg en Kurt Cobain féll fyrir eigin hendi fyrir um 20 árum, árið 1994, þegar dóttir hans var einungis tveggja ára gömul. 13. ágúst 2014 15:00 Hugleikur minnist Williams Robin Williams lék hlutverk andans í Aladdín. 12. ágúst 2014 13:11 Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Williams skilur eftir sig bæði fyndna og hjartnæma Instagram síðu Leikarinn Robin Williams, sem lést í gær, hefur sett inn margar skemmtilegar myndir í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 18:00 Robin Williams fleytti Þorvaldi Davíð í gegnum Juilliard Íslenska leikstirnið og hin bandaríska Jessica Chastain eru meðal þeirra sem hlutu námsstyrk sem Williams kom á fót. 12. ágúst 2014 13:54 Leikarinn sem fór úr fókus Fjölmargir minntust í dag fjölbreytts leikferils leikarans Robin Williams, sem fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær, 63 ára að aldri. 12. ágúst 2014 20:00 Tónlistarmenn syrgja Williams Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams á Twitter-aðgangi sínum. 12. ágúst 2014 17:15 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg.Aðstoðarmaður leikarans kom að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig. 12. ágúst 2014 19:41 Conan O'Brien sagði frá láti Robin Williams í gær Í erlendum fjölmiðlum kemur fram að þáttarstjórnendur hafi ákveðið að taka upp nýtt innslag vegna fréttanna af láti leikarans. 12. ágúst 2014 11:56 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fleiri fréttir Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Sjá meira
Leikarans Robin Williams hefur verið minnst um gervalla heimskringluna síðan þau tíðindi bárust seint á sunnudagskvöld að hann hefði fundist látinn á heimili sínu í Kaliforníu. Íslenskir leikarar eru þar ekki undanskildir og enginn af þeim sem Lífið hafði samband við var ósnortinn af fregnum af dauðsfalli hans.Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona.Hefur aldrei hlegið jafnmikið að nokkrum leikara „Mér finnst þetta hræðilega sorglegt,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, en hún getur ekki gert upp á milli hlutverka Williams. „Hann tengist svo barnæskunni. Aladdín var nú eitt, svo auðvitað Mrs. Doubtfire og hlutverk hans í Dead Poet Society. Svo sá ég klippu af honum þar sem hann hitti apann Koko sem varð ástfanginn af honum. Eftir það lýsti hann því hvað það er sérstakt þegar einhver af annarri tegund reynir við mann. Ég hef aldrei hlegið jafn mikið að einum manni, hann var algjör snillingur. Þetta snertir mann djúpt í hjartað af því að heimurinn er búinn að tapa þessari góðu sál.“ Ingvar E. Sigurðsson, leikari.Úr augunum streymdi bæði sorg og gleði „Ég hef alltaf tekið eftir því hvað það var mikil sorg í augunum á honum. Hann hefur algjöra sérstöðu, hann er svo svakalega tragískur á meðan hann er kómískur,“ segir Ingvar E. Sigurðsson leikari. „Hann var svo ljúfur og góður. Á sama tíma og hann var tragikómískur streymdi úr augunum á honum endalaus gæska.“ Eftirminnilegasta hlutverk Williams að mati Ingvars er hlutverk hans í The Fisher King. „Það er langt síðan ég sá hana en ég man alltaf eftir honum í þeirri mynd.“Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Williams alltof ungur til að deyja „Það eru tvö hlutverk sem eru eftirminnilegust. Mrs. Doubtfire annars vegar, hann var góður í gervum og sniðugur í að skipta um karaktera. Og einnig hlutverk hans í Bird Cage, sem mér fannst mjög skemmtileg. Hann lék homma í myndinni og mér fannst hann gera það mjög vel.“ Laddi segist alltaf sjá eftir góðum mönnum. „Hann var alltof ungur til þess að fara. Þetta er mjög sorglegt. Mér hefur fundist hann vera frábær grínisti.“ Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti.Fréttablaðið/DaníelGrét hysterískt eftir að hafa séð Toys „Eftirminnilegasta hlutverk hans að mínu mati var í kvikmyndinni Toys sem er jafnframt sorglegasta mynd sem ég hef séð. Ég fékk hysterískt grátkast og var í tilfinningalegu uppnámi í nokkra daga á eftir. Ég sá hana þegar ég var sex eða sjö ára og náði engan veginn utan um illsku heimsins,“ segir Saga Garðarsdóttir, leikkona. Hún horfði síðan á hana á ný þegar hún var orðin 18 ára. „Ég hélt að hún myndi ekki hafa svona áhrif á mig. En það var ekki rétt. Ég grátöskraði alla myndina. Hann var meistari í að búa til fallega tragikómíu, sprenghlægilegur en sympatískari en þúsund grátandi börn með kettlingaaugu.“ Robin Williams var aðeins 63 ára að aldri og á að baki farsælan feril í kvikmyndum. Hann var helst þekktur fyrir gamanleik en fékk einnig góða dóma fyrir þau hlutverk sem hann tók að sér á dramatískari vettvangi. Leikarinn féll fyrir eigin hendi en þrátt fyrir gott gengi í kvikmyndum hafði hann glímt við þunglyndi og áfengisfíkn um nokkurt skeið. Hér að neðan má sjá tímalínu af helstu atburðum úr lífi leikarans. Grafík/Garðar
Tengdar fréttir Bestu stundir Robin Williams Leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. 12. ágúst 2014 08:36 Aðdáendur Williams kríta minningarorð við bekk úr Good Will Hunting "Þessi sena í kvikmyndinni á bekknum er tvímælalaust ein besta sena í nokkurri kvikmynd síðustu 50 ára.“ 12. ágúst 2014 16:00 Williams ætlaði að gera Mrs. Doubtfire 2 Robin Williams var með næsta hlutverk í pípunum. 12. ágúst 2014 16:30 Dóttir Cobains til staðar fyrir dóttur Williams Francis Bean þekkir það af eigin raun hvernig það er lifa án föður eftir sjálfsvíg en Kurt Cobain féll fyrir eigin hendi fyrir um 20 árum, árið 1994, þegar dóttir hans var einungis tveggja ára gömul. 13. ágúst 2014 15:00 Hugleikur minnist Williams Robin Williams lék hlutverk andans í Aladdín. 12. ágúst 2014 13:11 Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22 Williams skilur eftir sig bæði fyndna og hjartnæma Instagram síðu Leikarinn Robin Williams, sem lést í gær, hefur sett inn margar skemmtilegar myndir í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 18:00 Robin Williams fleytti Þorvaldi Davíð í gegnum Juilliard Íslenska leikstirnið og hin bandaríska Jessica Chastain eru meðal þeirra sem hlutu námsstyrk sem Williams kom á fót. 12. ágúst 2014 13:54 Leikarinn sem fór úr fókus Fjölmargir minntust í dag fjölbreytts leikferils leikarans Robin Williams, sem fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær, 63 ára að aldri. 12. ágúst 2014 20:00 Tónlistarmenn syrgja Williams Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams á Twitter-aðgangi sínum. 12. ágúst 2014 17:15 Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42 Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg.Aðstoðarmaður leikarans kom að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig. 12. ágúst 2014 19:41 Conan O'Brien sagði frá láti Robin Williams í gær Í erlendum fjölmiðlum kemur fram að þáttarstjórnendur hafi ákveðið að taka upp nýtt innslag vegna fréttanna af láti leikarans. 12. ágúst 2014 11:56 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fleiri fréttir Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Sjá meira
Bestu stundir Robin Williams Leikarinn skilur eftir sig stórt skarð í Hollywood. 12. ágúst 2014 08:36
Aðdáendur Williams kríta minningarorð við bekk úr Good Will Hunting "Þessi sena í kvikmyndinni á bekknum er tvímælalaust ein besta sena í nokkurri kvikmynd síðustu 50 ára.“ 12. ágúst 2014 16:00
Williams ætlaði að gera Mrs. Doubtfire 2 Robin Williams var með næsta hlutverk í pípunum. 12. ágúst 2014 16:30
Dóttir Cobains til staðar fyrir dóttur Williams Francis Bean þekkir það af eigin raun hvernig það er lifa án föður eftir sjálfsvíg en Kurt Cobain féll fyrir eigin hendi fyrir um 20 árum, árið 1994, þegar dóttir hans var einungis tveggja ára gömul. 13. ágúst 2014 15:00
Robin Williams látinn Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma. 11. ágúst 2014 23:22
Williams skilur eftir sig bæði fyndna og hjartnæma Instagram síðu Leikarinn Robin Williams, sem lést í gær, hefur sett inn margar skemmtilegar myndir í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 18:00
Robin Williams fleytti Þorvaldi Davíð í gegnum Juilliard Íslenska leikstirnið og hin bandaríska Jessica Chastain eru meðal þeirra sem hlutu námsstyrk sem Williams kom á fót. 12. ágúst 2014 13:54
Leikarinn sem fór úr fókus Fjölmargir minntust í dag fjölbreytts leikferils leikarans Robin Williams, sem fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær, 63 ára að aldri. 12. ágúst 2014 20:00
Tónlistarmenn syrgja Williams Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams á Twitter-aðgangi sínum. 12. ágúst 2014 17:15
Dóttir Williams minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín“ Síðasta kveðja leikarans á Instagram var tileinkuð dóttur hans. 12. ágúst 2014 10:42
Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg.Aðstoðarmaður leikarans kom að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig. 12. ágúst 2014 19:41
Conan O'Brien sagði frá láti Robin Williams í gær Í erlendum fjölmiðlum kemur fram að þáttarstjórnendur hafi ákveðið að taka upp nýtt innslag vegna fréttanna af láti leikarans. 12. ágúst 2014 11:56