Þjóðverjar hafa sofið á verðinum undanfarin ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 06:00 Dagur Sigurðsson sést hér stjórna liði Füchse Berlin sem hann gerði að þýskum bikarmeisturum á síðasta tímabili. Vísir/Getty Íslenskir handboltaþjálfarar eru áfram þeir heitustu í handboltaheiminum og enn ein sönnun þess er ráðning Dags Sigurðssonar í gær. Dagur braut þá blað í sögu þýska handboltalandsliðsins þegar hann varð fyrsti útlendingurinn sem þjálfar liðið. Dagur mun næstu árin ráða ríkjum eins og hinn ógleymanlegi Heiner Brand gerði á árunum 1997 til 2011.Stóra markmiðið er ÓL 2020 Dagur skrifar undir sex ára samning sem verður endurskoðaður eftir þrjú ár. „Þýskaland heldur keppnina árið 2019 á heimavelli með Dönum og stóra markmiðið er síðan Ólympíuleikarnir 2020. Þá vilja menn hafa lið sem keppir um þann titil. Eftir þrjú ár setjumst við niður og sjáum til hvort við séum á réttri leið með það og hvort ég sé klár í þessi sex eða hvort annar taki við,“ segir Dagur en það fer ekkert á milli mála að mikil pressa fylgir því að þjálfa þýska landsliðið í handbolta. „Ég var strax búinn að ákveða það að teygja mig ekki of langt eftir þessu og að þetta yrði að gerast á mínum forsendum. Ég var með langan samning við Füchse Berlin til 2017 og sá samningur stendur að miklu leyti. Það var samt töluvert púsluspil að klára þetta því það komu fleiri að þessu, bæði Füchse Berlin og sambandið. Síðan þurfti þýska deildin að samþykkja þetta líka því svona tvöfalt starf er ekki leyfilegt nema með samþykki allra liða,“ segir Dagur.Var inni í myndinni „Ég var inni í myndinni fyrir tveimur til þremur árum og átti þá nokkra fundi með sambandinu. Ég fékk þá ekki starfið. Í sumar eftir að þeir töpuðu á móti Pólverjum fórum við að stinga saman nefjum og þetta hefur síðan tekið á sig alvarlega mynd á síðustu vikum,“ segir Dagur um aðdragandann. Hann hefur auðvitað orðið var við umræðuna um að ráða ekki þýskan landsliðsþjálfara. „Ég held að það sé bara umræða sem hefði líka komið upp á Íslandi ef íslenska sambandið væri að taka inn erlendan þjálfara. Sú umræða á alveg rétt á sér. Ég tek það ekki eins og að menn hafi eitthvað á móti mér heldur bara sem þarfa umræðu,“ segir Dagur. Hann klárar sitt fimmta tímabil með Füchse Berlin í vetur. Þýskaland verður með á HM í Katar eins og frægt er orðið en Dagur getur þó ekki byrjað að plana það mót strax. „Fyrst eru æfingaleikir um miðjan september á móti Sviss og svo koma leikir í undankeppni Evrópumótsins á eftir þeim þar sem ég mæti meðal annars Patreki Jóhannessyni, þjálfara Austurríkis. Það eru næstu skref,“ segir Dagur. Þjóðverjar hafa verið í basli með landsliðið sitt, misstu af EM í janúar og fóru skrítna leið inn á HM 2015.Sofnuðu á verðinum „Þeir hafa svolítið sofið á verðinum eftir heimsmeistaratitilinn 2007 hvað varðar þróun á leikskipulagi og öðru slíku. Það sem skiptir mestu máli er að þeir þurfa að fara að vinna fleiri leiki. Þeir hafa ekki unnið nema 50 prósent af þeim leikjum sem þeir hafa spilað hvort sem það eru æfingaleikir eða á stórmótum,“ segir Dagur og leggur áherslu á að mikið verk sé fram undan. „Þú hoppar ekkert úr því beint í einhverja toppbaráttu. Það tekur tíma að vinna og það þurfa að koma ákveðin kynslóðaskipti og það tekur svolítinn tíma. Núna er púsluspilið að finna leikmenn sem geta dregið vagninn og jafnframt að finna unga leikmenn sem geta þá staðið sig vel 2019 og 2020. Ég þarf síðan að púsla því saman í konsept sem passar við minn leikstíl. Ég reyni að toga þetta þannig áfram,“ segir Dagur.Mannskemmandi Það mun reyna á hann að stýra tveimur liðum en það gerði hann á sínum tíma með austurríska landsliðið og Bregenz. „Ég er alveg vanur þessu því ég hef prófað það áður að vera með tvö lið. Það fer samt ekki vel saman. Það er nánast mannskemmandi að sökkva sér svona mikið í handbolta. Það fer mikill tími í að skoða vídeó og skoða lið og leikmenn. Það étur upp orku og maður þarf því að hugsa vel um sig. Vitandi það að þetta er bara í ákveðinn tíma, í bara níu til tíu mánuði, þá veit ég að ég get andað eftir það,“ segir Dagur.Þá flyt ég bara heim „Ég tek bara þennan vetur á fullu og reyni að gera mitt besta. Það versta sem getur komið fyrir mig er að ég verði rekinn og þurfi að flytja heim,“ segir Dagur sem segist hafa tekið þessa ákvörðun í fullu samráði við fjölskylduna. „Fjölskyldan er orðin vön því að pabbi sé ekki alltaf heima. Þau eru öll mjög hress og kát í Berlín og ég fæ góðan stuðning frá þeim. Þetta verður líka til þess að við getum eitthvað verið meira heima á Íslandi í framtíðinni og kannski sjá þau pabba sinn eitthvað aðeins meira þegar þetta ár er búið,“ sagði Dagur að lokum en hann er þriggja barna faðir. Handbolti Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Fleiri fréttir Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Sjá meira
Íslenskir handboltaþjálfarar eru áfram þeir heitustu í handboltaheiminum og enn ein sönnun þess er ráðning Dags Sigurðssonar í gær. Dagur braut þá blað í sögu þýska handboltalandsliðsins þegar hann varð fyrsti útlendingurinn sem þjálfar liðið. Dagur mun næstu árin ráða ríkjum eins og hinn ógleymanlegi Heiner Brand gerði á árunum 1997 til 2011.Stóra markmiðið er ÓL 2020 Dagur skrifar undir sex ára samning sem verður endurskoðaður eftir þrjú ár. „Þýskaland heldur keppnina árið 2019 á heimavelli með Dönum og stóra markmiðið er síðan Ólympíuleikarnir 2020. Þá vilja menn hafa lið sem keppir um þann titil. Eftir þrjú ár setjumst við niður og sjáum til hvort við séum á réttri leið með það og hvort ég sé klár í þessi sex eða hvort annar taki við,“ segir Dagur en það fer ekkert á milli mála að mikil pressa fylgir því að þjálfa þýska landsliðið í handbolta. „Ég var strax búinn að ákveða það að teygja mig ekki of langt eftir þessu og að þetta yrði að gerast á mínum forsendum. Ég var með langan samning við Füchse Berlin til 2017 og sá samningur stendur að miklu leyti. Það var samt töluvert púsluspil að klára þetta því það komu fleiri að þessu, bæði Füchse Berlin og sambandið. Síðan þurfti þýska deildin að samþykkja þetta líka því svona tvöfalt starf er ekki leyfilegt nema með samþykki allra liða,“ segir Dagur.Var inni í myndinni „Ég var inni í myndinni fyrir tveimur til þremur árum og átti þá nokkra fundi með sambandinu. Ég fékk þá ekki starfið. Í sumar eftir að þeir töpuðu á móti Pólverjum fórum við að stinga saman nefjum og þetta hefur síðan tekið á sig alvarlega mynd á síðustu vikum,“ segir Dagur um aðdragandann. Hann hefur auðvitað orðið var við umræðuna um að ráða ekki þýskan landsliðsþjálfara. „Ég held að það sé bara umræða sem hefði líka komið upp á Íslandi ef íslenska sambandið væri að taka inn erlendan þjálfara. Sú umræða á alveg rétt á sér. Ég tek það ekki eins og að menn hafi eitthvað á móti mér heldur bara sem þarfa umræðu,“ segir Dagur. Hann klárar sitt fimmta tímabil með Füchse Berlin í vetur. Þýskaland verður með á HM í Katar eins og frægt er orðið en Dagur getur þó ekki byrjað að plana það mót strax. „Fyrst eru æfingaleikir um miðjan september á móti Sviss og svo koma leikir í undankeppni Evrópumótsins á eftir þeim þar sem ég mæti meðal annars Patreki Jóhannessyni, þjálfara Austurríkis. Það eru næstu skref,“ segir Dagur. Þjóðverjar hafa verið í basli með landsliðið sitt, misstu af EM í janúar og fóru skrítna leið inn á HM 2015.Sofnuðu á verðinum „Þeir hafa svolítið sofið á verðinum eftir heimsmeistaratitilinn 2007 hvað varðar þróun á leikskipulagi og öðru slíku. Það sem skiptir mestu máli er að þeir þurfa að fara að vinna fleiri leiki. Þeir hafa ekki unnið nema 50 prósent af þeim leikjum sem þeir hafa spilað hvort sem það eru æfingaleikir eða á stórmótum,“ segir Dagur og leggur áherslu á að mikið verk sé fram undan. „Þú hoppar ekkert úr því beint í einhverja toppbaráttu. Það tekur tíma að vinna og það þurfa að koma ákveðin kynslóðaskipti og það tekur svolítinn tíma. Núna er púsluspilið að finna leikmenn sem geta dregið vagninn og jafnframt að finna unga leikmenn sem geta þá staðið sig vel 2019 og 2020. Ég þarf síðan að púsla því saman í konsept sem passar við minn leikstíl. Ég reyni að toga þetta þannig áfram,“ segir Dagur.Mannskemmandi Það mun reyna á hann að stýra tveimur liðum en það gerði hann á sínum tíma með austurríska landsliðið og Bregenz. „Ég er alveg vanur þessu því ég hef prófað það áður að vera með tvö lið. Það fer samt ekki vel saman. Það er nánast mannskemmandi að sökkva sér svona mikið í handbolta. Það fer mikill tími í að skoða vídeó og skoða lið og leikmenn. Það étur upp orku og maður þarf því að hugsa vel um sig. Vitandi það að þetta er bara í ákveðinn tíma, í bara níu til tíu mánuði, þá veit ég að ég get andað eftir það,“ segir Dagur.Þá flyt ég bara heim „Ég tek bara þennan vetur á fullu og reyni að gera mitt besta. Það versta sem getur komið fyrir mig er að ég verði rekinn og þurfi að flytja heim,“ segir Dagur sem segist hafa tekið þessa ákvörðun í fullu samráði við fjölskylduna. „Fjölskyldan er orðin vön því að pabbi sé ekki alltaf heima. Þau eru öll mjög hress og kát í Berlín og ég fæ góðan stuðning frá þeim. Þetta verður líka til þess að við getum eitthvað verið meira heima á Íslandi í framtíðinni og kannski sjá þau pabba sinn eitthvað aðeins meira þegar þetta ár er búið,“ sagði Dagur að lokum en hann er þriggja barna faðir.
Handbolti Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Fleiri fréttir Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Sjá meira