Tveir járnkarlar á sex vikum Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2014 10:30 Pétur Einarsson járnkarl verður fimmtugur á árinu og hefur aldrei verið í betra formi. mynd/einkasafn „Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira
„Ég hef aldrei verið í betra formi og finnst þetta alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Pétur Einarsson járnkarl, en hann er fara taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á sex vikum um næstu helgi. Hann keppti í járnkarlsmóti í Austurríki fyrir sex vikum og er nú að undirbúa sig þar sem hann keppir í öðru járnkarlsmóti í Svíþjóð. Pétur, sem varð fimmtugur á árinu, segist þó ekki alltaf hafa verið svona mikill íþróttamaður. „Um fertugt var ég bara meðalskrifstofumaður með smá bumbu sem drakk og reykti. Ég hætti þó að drekka og reykja um þrítugt en fór þá að borða meira og vaknaði svo upp við það að vera í engu formi og allt of þungur, þetta hafði svo mikil áhrif á andlega líðan,“ útskýrir Pétur. Hann ákvað að snúa við blaðinu og hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hann var fertugur en kynntist svo þríþrautinni fljótlega.Pétur hefur keppt í sjö maraþonum á tíu árum, meðal annars í Berlín, London, New York, Boston og Chicago. „Árið 2006 byrja ég að keppa í þríþraut og hef keppt um allan heim. Ég held ég sé búinn að keppa í svona fimmtán þríþrautarmótum síðan árið 2006,“ bætir Pétur við. Járnkarlsmótið er í raun þríþraut nema vegalengdirnar eru mun meiri í járnkarlsmótinu. „Í járnkarlinum syndum við 3,8 kílómetra, hjólum 180 kílómetra og hlaupum 42 kílómetra en í hefðbundinni þríþraut eru þetta 1,5 kílómetra langt sund, hjólað í 40 kílómetra og hlaupnir tíu kílómetrar. Það er mikill munur þarna á og maður þarf að vera vel búinn undir járnkarlinn,“ segir Pétur. Hann er eins og fyrr segir að fara að taka þátt í sínu öðru járnkarlsmóti á einungis sex vikum, er ekki erfitt að búa sig undir svona keppni? „Þegar ég tók þátt í minni fyrstu þríþrautarkeppni var sagt við mig að það tæki svona sjö ár að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta járnkarl. Nú æfi ég í um þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar í sex til níu mánuði, þetta er gríðarlega mikill undirbúningur, það er ekki séns á að klára svona keppni annars,“ segir Pétur.kemur í mark Pétur er hér að klára Járnkarlinn í Austurríki fyrir um sex vikum.mynd/einksafnHann kláraði sitt fyrsta járnkarlsmót á tímanum 11:29:49. „Í mínum aldursflokki, 50 til 54 ára karlar, voru 323 skráðir, 240 kláruðu og ég var í 74. sæti. Það voru þrjú þúsund keppendur í heildina og meðaltíminn var um þrettán tímar þannig að ég var sáttur.“ Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í járnkarlinum í Svíþjóð. „Við erum tólf manna hópur frá Þríkó, sem er þríþrautardeild Breiðabliks. Ég held að þetta sé stærsti hópur Íslendinga sem hefur farið svona saman út að keppa,“ segir Pétur, sem er staðráðinn í að bæta tíma sinn í Svíþjóð.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Sjá meira