Getur reynst erfitt að fá nám metið hér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. desember 2014 08:30 Barbara Kristvinsson og Leifur Bárðarson. Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“ Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira