Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. desember 2014 08:15 Sebastian segist líta á björgunina sem annað tækifæri sem hann ætlar sér að nýta vel. Fréttablaðið/Ernir „Ég er alveg ótrúlega þakklátur. Ég er svo ánægður að vera á lífi. Tilfinningin er eins og ég hafi fæðst á ný,“ segir Sebastian Andrzej Golab sem fyrir rúmri viku var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu. Það þykir hálfgert kraftaverk að Sebastian hafi lifað árásina af enda var hann stunginn í gegnum hjartað og hnífurinn skildi eftir sig gat í hjartanu. Sebastian var fluttur á slysadeild og líkt og Fréttablaðið sagði frá á föstudag þá stöðvaðist hjarta hans stuttu eftir komuna þangað. Læknarnir unnu ótrúlegt björgunarafrek þegar hjarta hans var hnoðað með beinu hnoði aftur í gang. Eftir að það hafði tekist var gert við gatið á hjartanu en á meðan var læknirinn með fingur í gegnum gatið svo að ekki myndi dælast meira blóð úr því. Blaðamaður hitti á Sebastian á Landspítalanum en hann var færður af gjörgæslu yfir á almenna deild á föstudag. Þar var Sebastian í sjúkrahússloppi með súrefniskút á hjólum á eftir sér. Hann segir sér líða vel og það er alls ekki á honum að sjá að hann hafi verið í lífshættu fyrir nokkrum dögum. „Þetta er alveg ótrúlegt, ég er svo þakklátur fyrir að sjá hann ganga. Í gær þurfti ég að styðja við hann, þegar ég kom hingað í dag þá fann ég hann ekki því hann er farinn að fara svo hratt um,“ segir faðir hans brosandi áður en hann kveður. „Læknarnir eru rosalega hissa á því hvað þetta gengur allt vel. Þeir hafa aldrei séð annað eins,“ segir Sebastian brosandi um leið og hann sest niður í sófa í aðstandendaherbergi á deildinni. Upp úr hálsmáli sjúkrahússloppsins sjást hefti í bringu hans þar sem hann var saumaður saman. „Þetta eru örugglega um 50 spor,“ segir hann og sýnir saumana á bringunni og vinstra megin á brjóstkassanum. Þar rétt fyrir ofan sést gatið eftir hnífsstunguna.Frá árásarstað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld fyrir rúmri viku.Mynd/Þorgeir ÓlafssonHann komst til meðvitundar á fimmtudag en fram að því hafði honum verið haldið sofandi frá því hann kom á spítalann. Hann segist lítið muna eftir árásinni sem hann segir ekki hafa verið skipulagða „Ég var bara rangur maður á röngum stað. Þeir voru að ráðast á vin minn og ég reyndi að verja hann. Þá fékk ég stungu. Í hjartað. Ég vissi ekki að þeir væru með hníf.“ Hann segist ekki þekkja árásarmennina og hafi séð þá í fyrsta skipti þetta kvöld. Hann hafi verið staddur í gleðskap ásamt þessum vini sínum sem þróaðist síðan á þennan hátt eftir að mennirnir fóru að deila sín á milli. Næsta sem hann man var þegar hann vaknaði upp á gjörgæsludeildinni með um fimmtíu spor á bringunni. Þá var hann búinn að vera í lífshættu og búinn að undirgangast ótrúlegar björgunaraðgerðir. „Mér leið illa þegar ég vaknaði. Ég sá illa en mér fór fljótt að líða betur.“ Sebastian er mjög þakklátur starfsfólki Landspítalans fyrir björgunina. „Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ segir hann og vöknar um augun. Hann strýkur tárin burt úr augunum. „Ég er svo þakklátur, læknarnir björguðu lífi mínu.“ Hann lítur líka á björgunina sem annað tækifæri sem hann ætlar að nýta vel. „Áður en þetta gerðist notaði ég svolítið áfengi og var dálítið kærulaus. En núna veit ég hversu mikils virði lífið er og mun í framhaldinu lifa lífinu á annan hátt,“ segir hann alvarlegur. Þrátt fyrir undraverðan bata finnur hann auðvitað enn til enda aðeins örfáir dagar síðan hann varð fyrir árásinni. „Ég svaf í fyrsta skipti heila nótt núna síðustu nótt. Ég var svo hræddur um að ef ég myndi sofna þá myndi ég ekki vakna aftur,“ segir hann. „Ég finn til í kringum hjartað en fæ verkjalyf sem laga verkina. Þetta er allt að koma. Ef þetta gengur áfram svona vel og ef ég losna við að nota súrefni á næstu dögum þá útskrifast ég líklega af spítalanum í vikunni." Tengdar fréttir Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07 Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04 Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00 Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44 Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Ég er alveg ótrúlega þakklátur. Ég er svo ánægður að vera á lífi. Tilfinningin er eins og ég hafi fæðst á ný,“ segir Sebastian Andrzej Golab sem fyrir rúmri viku var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu. Það þykir hálfgert kraftaverk að Sebastian hafi lifað árásina af enda var hann stunginn í gegnum hjartað og hnífurinn skildi eftir sig gat í hjartanu. Sebastian var fluttur á slysadeild og líkt og Fréttablaðið sagði frá á föstudag þá stöðvaðist hjarta hans stuttu eftir komuna þangað. Læknarnir unnu ótrúlegt björgunarafrek þegar hjarta hans var hnoðað með beinu hnoði aftur í gang. Eftir að það hafði tekist var gert við gatið á hjartanu en á meðan var læknirinn með fingur í gegnum gatið svo að ekki myndi dælast meira blóð úr því. Blaðamaður hitti á Sebastian á Landspítalanum en hann var færður af gjörgæslu yfir á almenna deild á föstudag. Þar var Sebastian í sjúkrahússloppi með súrefniskút á hjólum á eftir sér. Hann segir sér líða vel og það er alls ekki á honum að sjá að hann hafi verið í lífshættu fyrir nokkrum dögum. „Þetta er alveg ótrúlegt, ég er svo þakklátur fyrir að sjá hann ganga. Í gær þurfti ég að styðja við hann, þegar ég kom hingað í dag þá fann ég hann ekki því hann er farinn að fara svo hratt um,“ segir faðir hans brosandi áður en hann kveður. „Læknarnir eru rosalega hissa á því hvað þetta gengur allt vel. Þeir hafa aldrei séð annað eins,“ segir Sebastian brosandi um leið og hann sest niður í sófa í aðstandendaherbergi á deildinni. Upp úr hálsmáli sjúkrahússloppsins sjást hefti í bringu hans þar sem hann var saumaður saman. „Þetta eru örugglega um 50 spor,“ segir hann og sýnir saumana á bringunni og vinstra megin á brjóstkassanum. Þar rétt fyrir ofan sést gatið eftir hnífsstunguna.Frá árásarstað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu á sunnudagskvöld fyrir rúmri viku.Mynd/Þorgeir ÓlafssonHann komst til meðvitundar á fimmtudag en fram að því hafði honum verið haldið sofandi frá því hann kom á spítalann. Hann segist lítið muna eftir árásinni sem hann segir ekki hafa verið skipulagða „Ég var bara rangur maður á röngum stað. Þeir voru að ráðast á vin minn og ég reyndi að verja hann. Þá fékk ég stungu. Í hjartað. Ég vissi ekki að þeir væru með hníf.“ Hann segist ekki þekkja árásarmennina og hafi séð þá í fyrsta skipti þetta kvöld. Hann hafi verið staddur í gleðskap ásamt þessum vini sínum sem þróaðist síðan á þennan hátt eftir að mennirnir fóru að deila sín á milli. Næsta sem hann man var þegar hann vaknaði upp á gjörgæsludeildinni með um fimmtíu spor á bringunni. Þá var hann búinn að vera í lífshættu og búinn að undirgangast ótrúlegar björgunaraðgerðir. „Mér leið illa þegar ég vaknaði. Ég sá illa en mér fór fljótt að líða betur.“ Sebastian er mjög þakklátur starfsfólki Landspítalans fyrir björgunina. „Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ segir hann og vöknar um augun. Hann strýkur tárin burt úr augunum. „Ég er svo þakklátur, læknarnir björguðu lífi mínu.“ Hann lítur líka á björgunina sem annað tækifæri sem hann ætlar að nýta vel. „Áður en þetta gerðist notaði ég svolítið áfengi og var dálítið kærulaus. En núna veit ég hversu mikils virði lífið er og mun í framhaldinu lifa lífinu á annan hátt,“ segir hann alvarlegur. Þrátt fyrir undraverðan bata finnur hann auðvitað enn til enda aðeins örfáir dagar síðan hann varð fyrir árásinni. „Ég svaf í fyrsta skipti heila nótt núna síðustu nótt. Ég var svo hræddur um að ef ég myndi sofna þá myndi ég ekki vakna aftur,“ segir hann. „Ég finn til í kringum hjartað en fæ verkjalyf sem laga verkina. Þetta er allt að koma. Ef þetta gengur áfram svona vel og ef ég losna við að nota súrefni á næstu dögum þá útskrifast ég líklega af spítalanum í vikunni."
Tengdar fréttir Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07 Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04 Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00 Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44 Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07
Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04
Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00
Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44
Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03