Ofnæmiskonan snýr aftur í Stelpunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 09:00 „Það er algjörlega kominn tími til að taka upp þráðinn með Stelpurnar,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri Stelpnanna, en æfingar fyrir gamanþáttaröðina eru í fullum gangi. Þátturinn snýr aftur á Stöð 2 nú í haust eftir að nærri áratugur er liðinn frá því að fyrsti þátturinn leit dagsins ljós. Óskar segir alltof mikið af fyndnum sketsum til. „Þetta er mikil tilraunastarfsemi og þá er ágætt að geta valið úr þegar við fáum fjarlægð á þetta.“ Æfingaferlið er gríðarlega mikilvægt. „Bæði til þess að velja sketsa og til þess að ákveða hver leikur hvað.“ Á meðan á æfingaferlinu stendur eru senur endurskrifaðar og æfðar í þaula. „Við fáum oft nýjar hugmyndir og þegar hópurinn hittist þá gerast hlutirnir á miklu markvissari hátt. Það er miklu meira gaman að skrifa saman,“ segir Óskar og hlær. „Ég get lofað því að það verða nokkrir gamlir karakterar en mikið af nýjum,“ segir Óskar dularfullum rómi en vill ekki gefa of mikið upp. Hann gefur aðdáendum þáttanna þó eitt til að hlakka til: Ofnæmiskona Ilmar Kristjánsdóttur kemur aftur á skjáinn. „Nú er hún búin að opna lífstílsbúð, það er að segja heilsubúð.“ Ofnæmiskonan er öllum aðdáendum Stelpnanna kunn en óborganlegar senur hennar má sjá í myndbandinu hér að ofan. Með myndinni fylgir að auki YouTube myndband af 10 uppáhalds senum íslensks aðdáanda þáttanna. Myndbandið er með yfir fjörtíu þúsund áhorf. Nýir leikarar bregða á leik í þáttaröðinni í bland við þá sem sáust í þeirri fyrri. Þar má nefna grínleikara á borð við Björn Jörund Friðbjörnsson, Þorstein Bachmann og Maríönnu Klöru Lúthersdóttur. Fréttablaðið/Arnþór.Reyndar Leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir eru reyndar gamanleikkonur og eiga margar eftirminnilegar senur í fyrstu þáttaröðinni. Fréttablaðið/Arnþór. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
„Það er algjörlega kominn tími til að taka upp þráðinn með Stelpurnar,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri Stelpnanna, en æfingar fyrir gamanþáttaröðina eru í fullum gangi. Þátturinn snýr aftur á Stöð 2 nú í haust eftir að nærri áratugur er liðinn frá því að fyrsti þátturinn leit dagsins ljós. Óskar segir alltof mikið af fyndnum sketsum til. „Þetta er mikil tilraunastarfsemi og þá er ágætt að geta valið úr þegar við fáum fjarlægð á þetta.“ Æfingaferlið er gríðarlega mikilvægt. „Bæði til þess að velja sketsa og til þess að ákveða hver leikur hvað.“ Á meðan á æfingaferlinu stendur eru senur endurskrifaðar og æfðar í þaula. „Við fáum oft nýjar hugmyndir og þegar hópurinn hittist þá gerast hlutirnir á miklu markvissari hátt. Það er miklu meira gaman að skrifa saman,“ segir Óskar og hlær. „Ég get lofað því að það verða nokkrir gamlir karakterar en mikið af nýjum,“ segir Óskar dularfullum rómi en vill ekki gefa of mikið upp. Hann gefur aðdáendum þáttanna þó eitt til að hlakka til: Ofnæmiskona Ilmar Kristjánsdóttur kemur aftur á skjáinn. „Nú er hún búin að opna lífstílsbúð, það er að segja heilsubúð.“ Ofnæmiskonan er öllum aðdáendum Stelpnanna kunn en óborganlegar senur hennar má sjá í myndbandinu hér að ofan. Með myndinni fylgir að auki YouTube myndband af 10 uppáhalds senum íslensks aðdáanda þáttanna. Myndbandið er með yfir fjörtíu þúsund áhorf. Nýir leikarar bregða á leik í þáttaröðinni í bland við þá sem sáust í þeirri fyrri. Þar má nefna grínleikara á borð við Björn Jörund Friðbjörnsson, Þorstein Bachmann og Maríönnu Klöru Lúthersdóttur. Fréttablaðið/Arnþór.Reyndar Leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir eru reyndar gamanleikkonur og eiga margar eftirminnilegar senur í fyrstu þáttaröðinni. Fréttablaðið/Arnþór.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira