Vinátta er forvörn gegn einelti Erna Reynisdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. Einelti þrífst gjarnan í umhverfi þar sem skortur er á samkennd, umhyggju, umburðarlyndi og vellíðan. Því er mikilvægt að fyrirbyggja einelti og skapa umhverfi, þar sem ekki er jarðvegur fyrir einelti. Á þessu byggir Vináttu-verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Verkefnið er danskt að uppruna og heitir Fri for mobberi á dönsku. Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans, á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki til að setja mörk og bregðast við órétti. Leikskólarnir fá verkefnatösku þar sem finna má efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk leiðbeininga þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hverri tösku fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvert annars vel og að vera góður félagi. Blær hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Með Blæ eru hjálparbangsar fyrir hvert barn leikskólans.Árangur mjög góður Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun verkefnisins mjög góður. Efnið hafi góð áhrif á börnin, þau öðlist meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna, þau verði hjálpsamari og umhyggjusamari. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu. Foreldrar barnanna úr leikskólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem börnin fara í til að taka upp verkefnið þar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nú gefið út efnið og hófst tilraunavinna með verkefnið í samstarfi við sex leikskóla í nú í haust. Vonandi mun öllum leikskólum á Íslandi verða boðin Vináttutaska innan tíðar með hjálp fjáröflunarverkefnis Barnaheilla, Jólapeysunnar. Söfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu-verkefnisins og stuðlar þannig að því að sem flest leikskólabörn á Íslandi fái tækifæri til að kynnast Blæ og hjálparböngsunum og þar með vinna með Vináttu og koma í veg fyrir einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. Einelti þrífst gjarnan í umhverfi þar sem skortur er á samkennd, umhyggju, umburðarlyndi og vellíðan. Því er mikilvægt að fyrirbyggja einelti og skapa umhverfi, þar sem ekki er jarðvegur fyrir einelti. Á þessu byggir Vináttu-verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Verkefnið er danskt að uppruna og heitir Fri for mobberi á dönsku. Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans, á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki til að setja mörk og bregðast við órétti. Leikskólarnir fá verkefnatösku þar sem finna má efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk leiðbeininga þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hverri tösku fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvert annars vel og að vera góður félagi. Blær hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Með Blæ eru hjálparbangsar fyrir hvert barn leikskólans.Árangur mjög góður Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun verkefnisins mjög góður. Efnið hafi góð áhrif á börnin, þau öðlist meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna, þau verði hjálpsamari og umhyggjusamari. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu. Foreldrar barnanna úr leikskólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem börnin fara í til að taka upp verkefnið þar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nú gefið út efnið og hófst tilraunavinna með verkefnið í samstarfi við sex leikskóla í nú í haust. Vonandi mun öllum leikskólum á Íslandi verða boðin Vináttutaska innan tíðar með hjálp fjáröflunarverkefnis Barnaheilla, Jólapeysunnar. Söfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu-verkefnisins og stuðlar þannig að því að sem flest leikskólabörn á Íslandi fái tækifæri til að kynnast Blæ og hjálparböngsunum og þar með vinna með Vináttu og koma í veg fyrir einelti.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun