Vinátta er forvörn gegn einelti Erna Reynisdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. Einelti þrífst gjarnan í umhverfi þar sem skortur er á samkennd, umhyggju, umburðarlyndi og vellíðan. Því er mikilvægt að fyrirbyggja einelti og skapa umhverfi, þar sem ekki er jarðvegur fyrir einelti. Á þessu byggir Vináttu-verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Verkefnið er danskt að uppruna og heitir Fri for mobberi á dönsku. Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans, á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki til að setja mörk og bregðast við órétti. Leikskólarnir fá verkefnatösku þar sem finna má efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk leiðbeininga þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hverri tösku fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvert annars vel og að vera góður félagi. Blær hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Með Blæ eru hjálparbangsar fyrir hvert barn leikskólans.Árangur mjög góður Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun verkefnisins mjög góður. Efnið hafi góð áhrif á börnin, þau öðlist meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna, þau verði hjálpsamari og umhyggjusamari. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu. Foreldrar barnanna úr leikskólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem börnin fara í til að taka upp verkefnið þar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nú gefið út efnið og hófst tilraunavinna með verkefnið í samstarfi við sex leikskóla í nú í haust. Vonandi mun öllum leikskólum á Íslandi verða boðin Vináttutaska innan tíðar með hjálp fjáröflunarverkefnis Barnaheilla, Jólapeysunnar. Söfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu-verkefnisins og stuðlar þannig að því að sem flest leikskólabörn á Íslandi fái tækifæri til að kynnast Blæ og hjálparböngsunum og þar með vinna með Vináttu og koma í veg fyrir einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla og birtist í setningum eins og „ég vil ekki leiða þig“ eða „þú mátt ekki vera með í leiknum“. Fái einelti að þrífast hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir verða. Einelti þrífst gjarnan í umhverfi þar sem skortur er á samkennd, umhyggju, umburðarlyndi og vellíðan. Því er mikilvægt að fyrirbyggja einelti og skapa umhverfi, þar sem ekki er jarðvegur fyrir einelti. Á þessu byggir Vináttu-verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og byggir á nýjustu rannsóknum á einelti. Verkefnið er danskt að uppruna og heitir Fri for mobberi á dönsku. Í Vináttu er unnið að því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans, á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki til að setja mörk og bregðast við órétti. Leikskólarnir fá verkefnatösku þar sem finna má efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk leiðbeininga þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hverri tösku fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvert annars vel og að vera góður félagi. Blær hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin. Með Blæ eru hjálparbangsar fyrir hvert barn leikskólans.Árangur mjög góður Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun verkefnisins mjög góður. Efnið hafi góð áhrif á börnin, þau öðlist meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna, þau verði hjálpsamari og umhyggjusamari. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu. Foreldrar barnanna úr leikskólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem börnin fara í til að taka upp verkefnið þar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nú gefið út efnið og hófst tilraunavinna með verkefnið í samstarfi við sex leikskóla í nú í haust. Vonandi mun öllum leikskólum á Íslandi verða boðin Vináttutaska innan tíðar með hjálp fjáröflunarverkefnis Barnaheilla, Jólapeysunnar. Söfnunarfé Jólapeysunnar 2014 rennur til Vináttu-verkefnisins og stuðlar þannig að því að sem flest leikskólabörn á Íslandi fái tækifæri til að kynnast Blæ og hjálparböngsunum og þar með vinna með Vináttu og koma í veg fyrir einelti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar