Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar