Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. desember 2014 07:00 Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun