Plötusnúður á uppleið spilar á Sónar-hátíðinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. desember 2014 08:30 Hemsworth framleiðir takta fyrir hina nýju bylgju rappara. nordicphotos/getty Kanadíski plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Ryan Hemsworth mun koma fram á tónleikahátíðinni Sónar Festival í Hörpu 14. febrúar. Hemsworth er rísandi stjarna í heimi raftónlistarinnar en hann hefur framleitt lög fyrir fjölda rappara svo sem Deniro Farrar, Sole og The Underachievers ásamt því að endurhljóðblanda lög frá ýmsum frægum tónlistarmönnum. Þá framleiðir hann sína eigin takta og er talinn vera í fremstu röð framsækinnar klúbba- og raftónlistar í heiminum. Hemsworth framleiðir oft takta fyrir rappara sem eru hluti af hinni nýju bylgju óhefðbundinna og öðruvísi rappara. Ekki er reyndar búið að tilkynna um komu Hemsworth af hálfu Sónar Festival en fram kemur á plakatinu fyrir komandi Evróputúr Hemsworth að hann muni stoppa í Reykjavík og spila á hátíðinni 14. febrúar. Aðstandendur Sónar staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið en Hemsworth verður tilkynntur formlega í dag. Þá verður einnig tilkynnt nafn í tónlistarheiminum sem er að sögn aðstandenda Sónar gríðarstórt. Mun það eflaust verða raftónlistaráhugamönnum á landinu til mikillar gleði. Sónar Tónlist Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kanadíski plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Ryan Hemsworth mun koma fram á tónleikahátíðinni Sónar Festival í Hörpu 14. febrúar. Hemsworth er rísandi stjarna í heimi raftónlistarinnar en hann hefur framleitt lög fyrir fjölda rappara svo sem Deniro Farrar, Sole og The Underachievers ásamt því að endurhljóðblanda lög frá ýmsum frægum tónlistarmönnum. Þá framleiðir hann sína eigin takta og er talinn vera í fremstu röð framsækinnar klúbba- og raftónlistar í heiminum. Hemsworth framleiðir oft takta fyrir rappara sem eru hluti af hinni nýju bylgju óhefðbundinna og öðruvísi rappara. Ekki er reyndar búið að tilkynna um komu Hemsworth af hálfu Sónar Festival en fram kemur á plakatinu fyrir komandi Evróputúr Hemsworth að hann muni stoppa í Reykjavík og spila á hátíðinni 14. febrúar. Aðstandendur Sónar staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið en Hemsworth verður tilkynntur formlega í dag. Þá verður einnig tilkynnt nafn í tónlistarheiminum sem er að sögn aðstandenda Sónar gríðarstórt. Mun það eflaust verða raftónlistaráhugamönnum á landinu til mikillar gleði.
Sónar Tónlist Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira