Til byrði eða bóta? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun