Stelpurnar með öll Íslandsmetin og níu bestu sætin á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2014 07:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir komst inn á topp 22 í þremur sundum. Vísir/Vilhelm Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni Sund Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni
Sund Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira