Tónlist

Ben Frost með nýja smáskífu

Ben Frost ásamt Daníel Bjarnasyni.
Ben Frost ásamt Daníel Bjarnasyni. Vísir/GVA
Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smáskífa hans sem kallast Variant.

Hún inniheldur endurhljóðblöndun laga af Aurora eftir Evian Christ, Regis, Dutch E Germ, HTRK og Kangding Ray. Þangað til í gær var hægt að streyma smáskífunni í heild á bandaríska tónlistarvefnum Pitchfork.

Aurora hefur hlotið mikið lof í fjölmiðlum og hefur meðal annars verið nefnd í hópi bestu platna ársins af miðlum á borð við Rolling Stone, New Yorker, Stereogum og Drowned in Sound. Ben Frost er fæddur og uppalinn í Ástralíu en hefur búið hérlendis og starfað um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×