Einlægur óður um glataða ást Björn Teitsson skrifar 9. desember 2014 12:30 Hljómsveitin Valdimar. Mynd/Guðmundur Vigfússon Tónlist Batnar útsýnið Valdimar ETG Management Hljómsveitin Valdimar hefur verið nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlandslagi undanfarin ár. Frumburður sveitarinnar, Undraland, vakti mikla lukku og þá naut önnur plata sveitarinnar, Um stund, einnig talsverðra vinsælda. Batnar Útsýnið er þriðja plata Valdimars og hefur, eins og fyrri plötur, fengið ágætis spilun í íslensku útvarpi. Platan er nokkuð tilraunakennd miðað við fyrri verk sveitarinnar án þess að hægt sé að tala um einhvers konar Kid-A-stefnubreytingu. Í öllu falli er reynt að víkka hljóðheiminn sem er sveimkenndari en áður hefur heyrst. Enn má þó heyra fastagesti sem kristallast í vel gerðum blásaraútsetningum sem stækka hljóminn þegar við á. Flutningur laganna er tipp-topp og öll tæknivinna sömuleiðis. Betra útsýni fjallar annars um ástina, eða öllu heldur glataða eða týnda ást; hún fjallar um endalok ástarsambands – um sambandsslit. Textarnir eru einkar einlægir og flutningur höfundar þeirra ber með sér sálarangist og eymd… en sem betur fer er mesta eymdin að baki. Höfundur virðist eiga erfitt með að gera upp við sig hverjum sambandsslitin séu að kenna, ýmist ljóðmælanda eða hinum aðila sambandsins, stundum er hann sáttur við orðinn hlut en stundum saknar hann. Allt mjög kaotískt en um leið mannlegt.Gallinn er einfaldlega að textarnir eru fastir í þessum séríslensku hjólförum að allt verði að ríma, sem skapar um leið ótrúverðuga og klaufalega setningauppbyggingu sem enginn lifandi Íslendingur myndi nokkurn tímann nota í óbundnu máli. Lögin sjálf virðast vera smíðuð utan um textana, sem er skiljanlegt, þar sem platan er einhvers konar uppgjör. Það er helst að ágætlega takist til í lögunum This Time, sem er eini enski textinn (og um leið sá „eðlilegasti“ vegna skorts á rími), Út úr þögninni, þar sem má heyra mjög flotta stígandi og lagið Hindranir. Besta lag plötunnar er þó síðasta lagið, Eftirspil, þar sem má heyra virkilega flotta spretti.Niðurstaða: Platan er einlæg og hefur að geyma góða spretti en vantar slagara. Og þótt það þurfi alltaf að vera vín… þá þarf ekki alltaf að vera rím. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Batnar útsýnið Valdimar ETG Management Hljómsveitin Valdimar hefur verið nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlandslagi undanfarin ár. Frumburður sveitarinnar, Undraland, vakti mikla lukku og þá naut önnur plata sveitarinnar, Um stund, einnig talsverðra vinsælda. Batnar Útsýnið er þriðja plata Valdimars og hefur, eins og fyrri plötur, fengið ágætis spilun í íslensku útvarpi. Platan er nokkuð tilraunakennd miðað við fyrri verk sveitarinnar án þess að hægt sé að tala um einhvers konar Kid-A-stefnubreytingu. Í öllu falli er reynt að víkka hljóðheiminn sem er sveimkenndari en áður hefur heyrst. Enn má þó heyra fastagesti sem kristallast í vel gerðum blásaraútsetningum sem stækka hljóminn þegar við á. Flutningur laganna er tipp-topp og öll tæknivinna sömuleiðis. Betra útsýni fjallar annars um ástina, eða öllu heldur glataða eða týnda ást; hún fjallar um endalok ástarsambands – um sambandsslit. Textarnir eru einkar einlægir og flutningur höfundar þeirra ber með sér sálarangist og eymd… en sem betur fer er mesta eymdin að baki. Höfundur virðist eiga erfitt með að gera upp við sig hverjum sambandsslitin séu að kenna, ýmist ljóðmælanda eða hinum aðila sambandsins, stundum er hann sáttur við orðinn hlut en stundum saknar hann. Allt mjög kaotískt en um leið mannlegt.Gallinn er einfaldlega að textarnir eru fastir í þessum séríslensku hjólförum að allt verði að ríma, sem skapar um leið ótrúverðuga og klaufalega setningauppbyggingu sem enginn lifandi Íslendingur myndi nokkurn tímann nota í óbundnu máli. Lögin sjálf virðast vera smíðuð utan um textana, sem er skiljanlegt, þar sem platan er einhvers konar uppgjör. Það er helst að ágætlega takist til í lögunum This Time, sem er eini enski textinn (og um leið sá „eðlilegasti“ vegna skorts á rími), Út úr þögninni, þar sem má heyra mjög flotta stígandi og lagið Hindranir. Besta lag plötunnar er þó síðasta lagið, Eftirspil, þar sem má heyra virkilega flotta spretti.Niðurstaða: Platan er einlæg og hefur að geyma góða spretti en vantar slagara. Og þótt það þurfi alltaf að vera vín… þá þarf ekki alltaf að vera rím.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira