Þannig týnist tíminn Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Óskalag þjóðarinnar er ljúfur ópus Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn. Tíminn hefur einmitt verið mér hugleikinn undanfarið. Sennilega vegna þess að oftast finnst mér ég ekki hafa nóg af honum. Þannig kemur til dæmis jólaundirbúningurinn mér gjörsamlega í opna skjöldu því mér finnst raunverulega eins og ég hafi pakkað rauðu jólaeldhúsblúndunum, litla jólatrénu með ljósunum og aðventukransinum niður í gær. Árið hefur þotið áfram án þess að ég tæki eftir því; eiginlega eingöngu vegna þess að ég gleymdi að líta í kringum mig, njóta þess að vera og þakka fyrir tímann. Ég er samt viss um að ef ég gef mér tíma til að rýna í baksýnisspegilinn, þá munu birtast mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hlýjar minningar, vandræðaleg augnablik, markmið sem náðust og draumar sem rættust. Á þessu ári, sem hefur þotið áfram. En undanfarið hef ég verið minnt á að tíminn er ekki endalaus. Og það kemur ekki til af því að ég sé að missa heilsuna eða að eitthvað sé að fara að eiga sér stað sem gæti mögulega kollvarpað því góða og hamingjuríka lífi sem ég lifi núna. Nei, ástæðan er sú að ég óttast að mín kynslóð – ég þar á meðal – sé að sólunda þeim tækifærum og tíma sem okkur er gefinn núna, til að annast um samferðafólk okkar eins vel og okkur er unnt. Erum við að hrósa fyrir það sem vel er gert? Erum við að hjálpa fólki til sjálfshjálpar? Erum við að hlusta með hjartanu á fólk? Ég veit ekki – frekar en nokkur annar – hvenær að því kemur að lífið verður ekki eins og það er núna. Því ef það er eitthvað sem er ófyrirsjáanlegt í lífinu, þá er það lífið sjálft. En ég veit að tíminn getur afar auðveldlega týnst. Og einhvern veginn einmitt þegar við þurfum mest á honum að halda, þá finnum við hann hvergi. Þess vegna skulum við nýta tímann vel. Við vitum ekki hvenær sá dagur kemur sem verður okkar síðasti. Ég óska þess að við munum þá geta litið tilbaka full þakklætis fyrir tímann sem okkur var gefinn. Með hlýjum óskum um að þið njótið aðventunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Óskalag þjóðarinnar er ljúfur ópus Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn. Tíminn hefur einmitt verið mér hugleikinn undanfarið. Sennilega vegna þess að oftast finnst mér ég ekki hafa nóg af honum. Þannig kemur til dæmis jólaundirbúningurinn mér gjörsamlega í opna skjöldu því mér finnst raunverulega eins og ég hafi pakkað rauðu jólaeldhúsblúndunum, litla jólatrénu með ljósunum og aðventukransinum niður í gær. Árið hefur þotið áfram án þess að ég tæki eftir því; eiginlega eingöngu vegna þess að ég gleymdi að líta í kringum mig, njóta þess að vera og þakka fyrir tímann. Ég er samt viss um að ef ég gef mér tíma til að rýna í baksýnisspegilinn, þá munu birtast mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hlýjar minningar, vandræðaleg augnablik, markmið sem náðust og draumar sem rættust. Á þessu ári, sem hefur þotið áfram. En undanfarið hef ég verið minnt á að tíminn er ekki endalaus. Og það kemur ekki til af því að ég sé að missa heilsuna eða að eitthvað sé að fara að eiga sér stað sem gæti mögulega kollvarpað því góða og hamingjuríka lífi sem ég lifi núna. Nei, ástæðan er sú að ég óttast að mín kynslóð – ég þar á meðal – sé að sólunda þeim tækifærum og tíma sem okkur er gefinn núna, til að annast um samferðafólk okkar eins vel og okkur er unnt. Erum við að hrósa fyrir það sem vel er gert? Erum við að hjálpa fólki til sjálfshjálpar? Erum við að hlusta með hjartanu á fólk? Ég veit ekki – frekar en nokkur annar – hvenær að því kemur að lífið verður ekki eins og það er núna. Því ef það er eitthvað sem er ófyrirsjáanlegt í lífinu, þá er það lífið sjálft. En ég veit að tíminn getur afar auðveldlega týnst. Og einhvern veginn einmitt þegar við þurfum mest á honum að halda, þá finnum við hann hvergi. Þess vegna skulum við nýta tímann vel. Við vitum ekki hvenær sá dagur kemur sem verður okkar síðasti. Ég óska þess að við munum þá geta litið tilbaka full þakklætis fyrir tímann sem okkur var gefinn. Með hlýjum óskum um að þið njótið aðventunnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar