Inn um bakdyrnar á náttúrupassa Ögmundur Jónasson skrifar 9. desember 2014 07:00 Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ferðamálaráðherra er með furðulegri uppátækjum í íslenskum stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um náttúrupassa kemur fram. Ráðherrann bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri manna er henni andvígur en ráðherrann heldur engu að síður staðfastlega áfram göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti þótt augljóst sé að málið muni aldrei fá brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa færi að lagafrumvarpið yrði samþykkt yrðu lögin engu að síður andvana fædd því almennt myndu Íslendingar ekki festa kaup á þessum passa. Sama fólk sem án efa greiddi með ánægju gjald eða skatt til verndar íslenskri náttúru myndi aldrei undirgangast passaskoðun til að ganga inn á Þingvelli. Það krefst ekki mikillar ígrundunar að skynja þetta. En er þar með sagan öll sögð? Ekki alveg. Ferðamálaráðherra virðist vilja hugnast þremur aðilum: Icelandair og öðrum flugrekstraraðilum sem ekki vilja að sett verði komugjald á ferðamenn til að fjármagna náttúruvernd, hóteleigendum sem ekki vilja gistináttagjald og síðast en ekki síst landeigendum sem vilja fá að rukka sjálfir beint og ofan í eigin vasa. Þegar rukkað var við Kerið, Geysi, Leirhnjúk og í Námaskarði síðastliðið sumar sagði ferðamálaráðherra ekki orð gegn þessu framferði, jafnvel þótt Umhverfisstofnun hefði sagt hið augljósa að þetta væri lögleysa. Ragnheiður Elín lýsti því meira að segja yfir að sér þætti gjaldheimtan í Kerinu takast sérlega vel! Við þetta fengu skráðir eigendur Kersins án efa aukið sjálfstraust enda innheimtu þeir nú ránsfeng sinn undir blaktandi fána lýðveldisins og sögðu engan mann hafinn yfir einkaeignarrétt þeirra! Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera innheimtu fyrir aðgang að íslenskri náttúru eðlilega, „náttúrulega“. Íslensk náttúra á að vera allra að njóta. Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera hana að prívat gróðalind. Það má aldrei gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Sjá meira
Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ferðamálaráðherra er með furðulegri uppátækjum í íslenskum stjórnmálum síðari tíma. Hugdetta um náttúrupassa kemur fram. Ráðherrann bítur hana í sig, í ljós kemur að þorri manna er henni andvígur en ráðherrann heldur engu að síður staðfastlega áfram göngu sinni inn í hið pólitíska öngstræti þótt augljóst sé að málið muni aldrei fá brautargengi á Alþingi. Og ef svo illa færi að lagafrumvarpið yrði samþykkt yrðu lögin engu að síður andvana fædd því almennt myndu Íslendingar ekki festa kaup á þessum passa. Sama fólk sem án efa greiddi með ánægju gjald eða skatt til verndar íslenskri náttúru myndi aldrei undirgangast passaskoðun til að ganga inn á Þingvelli. Það krefst ekki mikillar ígrundunar að skynja þetta. En er þar með sagan öll sögð? Ekki alveg. Ferðamálaráðherra virðist vilja hugnast þremur aðilum: Icelandair og öðrum flugrekstraraðilum sem ekki vilja að sett verði komugjald á ferðamenn til að fjármagna náttúruvernd, hóteleigendum sem ekki vilja gistináttagjald og síðast en ekki síst landeigendum sem vilja fá að rukka sjálfir beint og ofan í eigin vasa. Þegar rukkað var við Kerið, Geysi, Leirhnjúk og í Námaskarði síðastliðið sumar sagði ferðamálaráðherra ekki orð gegn þessu framferði, jafnvel þótt Umhverfisstofnun hefði sagt hið augljósa að þetta væri lögleysa. Ragnheiður Elín lýsti því meira að segja yfir að sér þætti gjaldheimtan í Kerinu takast sérlega vel! Við þetta fengu skráðir eigendur Kersins án efa aukið sjálfstraust enda innheimtu þeir nú ránsfeng sinn undir blaktandi fána lýðveldisins og sögðu engan mann hafinn yfir einkaeignarrétt þeirra! Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera innheimtu fyrir aðgang að íslenskri náttúru eðlilega, „náttúrulega“. Íslensk náttúra á að vera allra að njóta. Náttúrupassinn er bakdyraleiðin til að gera hana að prívat gróðalind. Það má aldrei gerast.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun