Allt í plati Ragna Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að verkfall lækna stæði yfir í 6 vikur. Sjötta vika verkfalls lækna, þess fyrsta í sögunni, er þó gengin í garð. Læknar eru byrjaðir að birta uppsagnarbréf. Læknanemar og kandídatar neita að vinna á spítalanum án samninga. Helmingur sérfræðilækna á landinu, 181 læknir, segist íhuga sterklega eða hafa þegar ákveðið að flytja úr landi á næstu árum. Helmingur meltingarlækna spítalans hefur þegar sagt upp störfum. Svæfingarlæknar, gjörgæslulæknar og taugalæknar íhuga uppsagnir strax eftir áramót. 12 vikna verkfall án nokkurra hléa blasir við – frá áramótum fram að páskum. Forsætisráðherra kallar hins vegar eftir þjóðarsátt um forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. 90% þjóðarinnar vilja forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. 78% segjast styðja kjarabaráttu lækna. 70% vilja að læknar fái hækkun umfram aðrar stéttir. Minnst 11 starfsstéttir hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu lækna. Í sérstakri umræðu á Alþingi í nóvember um verkfall lækna voru allir þeir þingmenn sem tóku til máls, úr öllum flokkum, sammála um að leysa þyrfti deiluna sem fyrst. Samt kallar forsætisráðherra eftir þjóðarsátt. Fjármálaráðherra telur kröfur lækna vera óraunhæfar. Þær samrýmast ekki markmiði Seðlabankans um 3,5-4% hámark á launahækkunum vegna verðbólgumarkmiðs SÍ. Skuldaleiðréttingin samræmist ekki heldur þessu markmiði. Raunhæfar kröfur? En eru raunhæfar kröfur gerðar til lækna á Íslandi? Er raunhæft að áætla að unglæknar snúi til síns heima eftir sérnám, á eigin kostnaði, með óleiðrétt námslán á herðum sér, þegar kjör þeirra hér eru margfalt verri en annars staðar? Búast stjórnvöld við að læknar, sem haldið hafa út í niðurskurðartíð undanfarins áratugar, láti bjóða sér aðeins 3% launahækkun þegar starfsmönnum spítalans hefur fækkað og verkefnum fjölgað um leið? Er líklegt að læknar sem hætt hafa störfum á Íslandi vegna aðstöðu og kjara, snúi til baka fyrir 3% launahækkun? Er raunhæft að áætla að kandídatar og nemar starfi á spítalanum við óbreytt kjör? Ríkisstjórnin segist setja heilbrigðismál í forgang. Hún segist hafa gert það með því að leggja til „auka“ milljarð í rekstur Landspítalans. Þar að auki hefur hún lagt tæpar 900 milljónir í hönnun nýs spítala. Það er verulegt fagnaðarefni. Það blæs manni von í brjóst. En þetta er ekki forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg forgangsröðun einkennist ekki af spurningum formanns fjárlaganefndar um „hvenær sé nóg nóg“ þegar bent er á að enn vanti milljarð í rekstrargrunn Landspítalans. Hún felur ekki í sér að forsætisráðherra kalli eftir „þjóðarsátt“ þegar tæp 80% þjóðarinnar styðja kjarabaráttu lækna. Hún lýsir sér ekki í því að fjármálaráðherra fullyrði að „kröfur lækna séu óraunhæfar“ þegar kröfur ríkisins sjálfs til lækna eru ekki aðeins óraunhæfar heldur ómanneskjulegar. Mun forgangsröðun ríkisstjórnarinnar bjarga heilbrigðiskerfinu? Eða er þetta allt í plati? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að verkfall lækna stæði yfir í 6 vikur. Sjötta vika verkfalls lækna, þess fyrsta í sögunni, er þó gengin í garð. Læknar eru byrjaðir að birta uppsagnarbréf. Læknanemar og kandídatar neita að vinna á spítalanum án samninga. Helmingur sérfræðilækna á landinu, 181 læknir, segist íhuga sterklega eða hafa þegar ákveðið að flytja úr landi á næstu árum. Helmingur meltingarlækna spítalans hefur þegar sagt upp störfum. Svæfingarlæknar, gjörgæslulæknar og taugalæknar íhuga uppsagnir strax eftir áramót. 12 vikna verkfall án nokkurra hléa blasir við – frá áramótum fram að páskum. Forsætisráðherra kallar hins vegar eftir þjóðarsátt um forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. 90% þjóðarinnar vilja forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. 78% segjast styðja kjarabaráttu lækna. 70% vilja að læknar fái hækkun umfram aðrar stéttir. Minnst 11 starfsstéttir hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu lækna. Í sérstakri umræðu á Alþingi í nóvember um verkfall lækna voru allir þeir þingmenn sem tóku til máls, úr öllum flokkum, sammála um að leysa þyrfti deiluna sem fyrst. Samt kallar forsætisráðherra eftir þjóðarsátt. Fjármálaráðherra telur kröfur lækna vera óraunhæfar. Þær samrýmast ekki markmiði Seðlabankans um 3,5-4% hámark á launahækkunum vegna verðbólgumarkmiðs SÍ. Skuldaleiðréttingin samræmist ekki heldur þessu markmiði. Raunhæfar kröfur? En eru raunhæfar kröfur gerðar til lækna á Íslandi? Er raunhæft að áætla að unglæknar snúi til síns heima eftir sérnám, á eigin kostnaði, með óleiðrétt námslán á herðum sér, þegar kjör þeirra hér eru margfalt verri en annars staðar? Búast stjórnvöld við að læknar, sem haldið hafa út í niðurskurðartíð undanfarins áratugar, láti bjóða sér aðeins 3% launahækkun þegar starfsmönnum spítalans hefur fækkað og verkefnum fjölgað um leið? Er líklegt að læknar sem hætt hafa störfum á Íslandi vegna aðstöðu og kjara, snúi til baka fyrir 3% launahækkun? Er raunhæft að áætla að kandídatar og nemar starfi á spítalanum við óbreytt kjör? Ríkisstjórnin segist setja heilbrigðismál í forgang. Hún segist hafa gert það með því að leggja til „auka“ milljarð í rekstur Landspítalans. Þar að auki hefur hún lagt tæpar 900 milljónir í hönnun nýs spítala. Það er verulegt fagnaðarefni. Það blæs manni von í brjóst. En þetta er ekki forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg forgangsröðun einkennist ekki af spurningum formanns fjárlaganefndar um „hvenær sé nóg nóg“ þegar bent er á að enn vanti milljarð í rekstrargrunn Landspítalans. Hún felur ekki í sér að forsætisráðherra kalli eftir „þjóðarsátt“ þegar tæp 80% þjóðarinnar styðja kjarabaráttu lækna. Hún lýsir sér ekki í því að fjármálaráðherra fullyrði að „kröfur lækna séu óraunhæfar“ þegar kröfur ríkisins sjálfs til lækna eru ekki aðeins óraunhæfar heldur ómanneskjulegar. Mun forgangsröðun ríkisstjórnarinnar bjarga heilbrigðiskerfinu? Eða er þetta allt í plati?
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar