Náttúran njóti vafans 10. desember 2014 12:00 Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsmetið í gífuryrðum og moldviðri var klárlega slegið í tengslum við óbirt frumvarp um svo kallaðan náttúrupassa sem ferðamálaráðherra kynnti í ríkistjórn og þingflokkum hennar í síðustu viku. Meginmarkmiðið og tilgangur þess að innleiða náttúrupassann hefur að okkar mati farið alfarið hjá garði í allri umræðunni, þ.e. að hér átti að vera um þjóðarátak að ræða, þjóðarátak til að byggja upp aðstöðu og öryggi við okkar helstu náttúruperlur víðsvegar um land. Náttúrupassinn átti að breyta viðhorfum til umgengni um náttúruna okkar og gera hana enn merkilegri og dýrmætri í augum okkra sjálfra og erlendra gesta um leið. Við eigum að styðja með stolti þessa uppbyggingu og taka því opnum örmum að varðveita náttúruna okkar allra. Vandi frumvarpsins Vandi frumvarpsins eins og það stendur í dag er, að það hefur tekið allt of langan tíma að koma því saman og á framfæri og í kynningu til þeirra sem helst hafa verið að gagnrýna tillögur ráðherra. Það hefur gefið pólitískum andstæðingum ferðamálaráðherra og fjölmörgum öðrum heilmikið svigrúm til að keyra upp ranghugmyndir í umræðunni og reka málið út í málefnalega eyðimörk samfélagsmiðlanna. Ranghugmyndir Margvíslegum ranghugmyndum og allskonar tilhæfulausum fullyrðingum hefur verið slegið upp í tengslum við umræðuna, m.a. að okkar fallegustu náttúruperlur verði múraðar inn með gaddavír, að settir verði upp eftirlitsgámar og sérstakt lögregluríki verði stofnað sem muni hneppa fjögurra manna fjölskyldur í 12 mánaða gæsuvarðhald fyrir það eitt að reyna að komast í berjamó. Almenningur grípur þessa vitleysu á lofti og stendur forðviða og verður eðlilega tortrygginn og tekur jafnvel afstöðu gegn náttúrupassanum. Eðlilega, hver vill mæta her lögreglumanna á leiðinni inn á Þingvöll í sunnudagsbíltúr. Þjóð veit að við höfum ekki efni á löggæslu í miðborg Reykjavíkur á laugardagskvöldi, hvað þá her manna um allt land að elta uppi náttúruunnendur. Hið rétta er að náttúrupassanum fylgir EKKERT lögregluríki, engir gaddavírar, engir gámaskúrar og ekkert gæsluvarðhald. Náttúrupassinn í þeirri mynd sem hann birtist í frumvarpinu mun kosta 1.500 krónur og gildir hver passi í þrjú ár. Það er það lág upphæð að almenningi og erlendum gestum er treyst til að borga hana án þess að til komi eftirlitsskúrar og lögregluvæðing. Það er okkar innlegg, er þetta rita, að jafnvel væri hægt að fela björgunarsveitum landsins eftirlitið og styðja þá um leið aukið öryggi ferðamanna á landinu. Hver sá sem mun sinna þessu eftirliti mun gera tilviljana úrtak öðru hvoru. Þessu má líka við eftirlit í lestum til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem sárasjaldan er kannað hvort farþegar hafi miða en þá sjaldan það er kannað og beri svo við að viðkomandi sé ekki með miða, er sektin margföld þeim ódýra aðgangi sem í upphafi bauðst. Við teljum að náttúrupassinn muni ekki skapa brot á almannarétti. Sé fólk í alvöru unnendur íslenskrar náttúru; þá getur það varla staðið í vegi fyrir því að borga sem nemur kaffibolla á veitingastað á ári til þess að vernda og viðhalda okkar fegurstu perlum. Þetta er þess utan heldur ekki skyldugreiðsla því eftirlitið mun aðeins ná til örfárra staða, a.m.k. fyrst um sinn. Landsmenn sem kjósa að standa utan passans hafa áfram frjálsan aðgang að langstærstum hluta landsins. „Okkar þyngsta byrði eru möguleikarnir sem við búum að“, þ.e. náttúran, landið okkar og við sjálf, þetta er það dýrmætasta sem við eigum og það verðum við að passa.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun