Gagnrýnir Warner vegna The Devils 11. desember 2014 14:00 Guillermo Del Toro Leikstjórinn er afar ósáttur við vinnubrögð Warner Bros. Vísir/Getty Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira