Tónlist

Bætir fimmtu jólatónleikunum við

Freyr Bjarnason skrifar
Stefán Hilmarsson uppi á sviði um síðustu helgi með syni sínum Birgi Steini.
Stefán Hilmarsson uppi á sviði um síðustu helgi með syni sínum Birgi Steini.
Stefán Hilmarsson hefur bætt fimmtu tónleikunum við jólatónleikaröð sína í Salnum í Kópavogi. Þetta er bæting frá því í fyrra því þá tróð hann upp á þrennum jólatónleikum.

Selst hefur upp á ferna tónleika popparans í Salnum og verða því aukatónleikar 19. desember næstkomandi.

Með Stefáni á þeim tónleikum koma m.a. fram Guðrún Gunnarsdóttir og sonur hans, Birgir Steinn, sem syngur einmitt á nýrri jólaplötu pabba síns, Í desember. Á tónleikunum verða flutt lög af henni og lög af fyrri jólaplötu Stefáns, Ein handa þér, í bland við sígild jóla- og hátíðarlög.

Stefán áritar plötuna sína eftir tónleikana. Með honum er kona hans Anna Björk Birgisdóttir.
Á jólatónleikum Stefáns um liðna helgi fékk hann áritaða gullplötu fyrir Ein handa þér, til merkis um að platan hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum. Nýja jólaplatan hans fæst árituð og heimsend á stefanhilmarsson.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×