Að kunna sig Bryndís Björnsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var lýst yfir í fjölmiðlum að fólk á öllum aldri væri saman komið á Austurvelli til þess að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu um mótmælin var tekið fram að þau yrðu friðsamleg þrátt fyrir að reiði væri fyrir hendi, þar sem þátttakendur kynnu sig. Að kunna sig á jafnan við í aðstæðum þar sem gæta þarf hófs, halda sig innan viðtekinna marka samfélags og fylgja því hátterni sem þykir við hæfi. Samfélag þar sem allir virðast kunna sig getur hins vegar reynst nærandi jarðvegur fyrir rof á þöglum samfélagssáttmála. Eitt slíkt rof átti sér stað um daginn og var því rofi mætt í mótmælunum á Austurvelli með slagorðinu: „Jæja Hanna Birna“. Stuttu síðar vék ráðherrann og í kjölfarið ræddi Sigmundur Davíð um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál sem honum þótti einkennast af neikvæðni og heift. Skiptar skoðanir virðast því vera um hvað það þýði að kunna sig og hvernig skal bera sig úti á torgi. Ég ætla að leyfa mér að líta svo á að það að kunna sig vísi til þess að þeir sem koma saman til að mótmæla þekki sig og sín mörk. Að fólk viti hvar og hvenær þau vilja beita sér og beri kennsl á aðstæðurnar sem kalla eftir því að lífvaldi sé beitt gegn lífvaldi. Nú standa yfir önnur mótmæli í almannarými sem bera þegar vott um mikla þrautseigju. Þau hafa staðið yfir í mörg ár á hverjum þriðjudegi, hvernig sem viðrar. Um er að ræða meðlimi félagsins Lífverndar. Þeirra bænir dynja ekki á valdhöfum heldur á konum. Hópurinn stendur fyrir framan Landspítalann með slagorðið: „Stöðvum fóstureyðingar.“ Þeim orðum er beint til kvenna sem ganga þar inn um dyr og mæta möguleika, vali sem þær hafa á höndum. Minn líkami, mitt val er slagorðið en nær lagi væri einfaldlega að staldra við: Minn líkami.Tilræði Hópurinn fyrir framan Landspítalann hefur líkt sinni líkamlegu nærveru við mótmæli gegn þrælahaldi. Hér miðla líkamar á götu til annarra að þeirra réttur og sjálfsábyrgð séu engin, undir yfirskini velvildar í garð þeirra sem eru undir haldi annarra. Ef það að kunna sig þýðir að kunna skil á sjálfum sér og finna samstöðu í að bera sameiginleg kennsl á sjálfsábyrgð og rétt, með því að staðsetja líkama sinn úti á götu með öðrum líkömum, þá birtast í mótmælum Lífverndar ófriðsamleg og ofbeldisfull mótmæli. Sáttmáli einstaklinga um samfélag tekur á sig ýmsar myndir í sameiginlegum rýmum. Landspítalinn og hans nærumhverfi er eitt slíkt rými, eins og stofnunin hefur sýnt með uppsetningu stöðumæla við bílastæði spítalalóðarinnar, til að hrekja burt þá sem hafa ekki brýna þörf fyrir gott aðgengi að lífsnauðsynlegri þjónustu. Slíkt er minniháttar aðgerð til þess að standa vörð um réttindi. Landspítalinn ætti ekki að hika við að taka enn afdrifaríkari afstöðu í því sem nú gerist á þeirra eigin plani með að neita Lífvernd um að halda mótmæli sín þar. Hertar verkfallsaðgerðir lækna vegna undirbúnings stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfis eru svar við tilræði við samfélagið. Þessi bón til Landspítalans á miðjum átakatímum er bón um samstöðu gegn öðrum slíkum tilræðum. Ég vil því hér með hefja söfnun undirskrifta til að færa Landspítalanum, við kröfu um að gefa konum í það minnsta þann frið að færa átökin og áverkana annað: https://www.change.org/p/landsp%C3%ADtalinn-st%C3%B6%C3%B0va-m%C3%B3tm%C3%A6li-l%C3%ADfverndar-%C3%A1-l%C3%B3%C3%B0-landsp%C3%ADtalans?just_created=true
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun