Hafna 659 milljóna kröfu World Class Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. desember 2014 08:00 Gym heilsa hefur áfram aðstöðu í sundlaugum Kópavogs fram á mitt ár 2016 eftir að hætt var við útboðsferli á leigunni. Fréttablaðið/Vilhelm Kópavogsbær hafnar fullyrðingum forsvarsmanna Lauga ehf. um að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart félaginu með því að framlengja samning við Gym heilsu ehf. um leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs. Laugar, sem reka World Class-stöðvarnar, tóku þátt í útboði á leigu líkamsræktaraðstöðunnar við sundlaugar Kópavogs. Eftir að útboðið hafði farið fram var að sögn bæjaryfirvalda ákveðið að fresta útboðinu þar til bærinn hefði markað sér lýðheilsustefnu. „Líkt og fram kemur í bréfi Kópavogsbæjar til þín, dags. 7. október 2014, tók Kópavogsbær ákvörðun um að ganga ekki til samninga við Laugar ehf. í kjölfar útboðsins þar sem talið var að tilboð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjarráðs Kópavogs þar sem kröfu Lauga um efndabætur er svarað. Í kröfubréfi Lauga kemur fram að tilboð félagsins hafi verið hagstæðast en því hafi verið hafnað þar sem endurskoðaðan ársreikning hafi vantað. Þó hefði bærinn ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við innihald hans. Ákvörðun bæjarins um að hafna tilboðinu sé ólögmæt og valdi Laugum gríðarlegu tjóni. Krafist sé 659 milljóna króna í bætur.Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf.Fréttablaðið/AntonBæjarráðið segir að í ljósi ýmissa álitaefna sem upp hafi komið við útboðið hafi bærinn talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu best tryggðir ef fyrir lægi skýr stefna um markmið útleigu húsnæðisins áður en ráðist yrði í nýtt útboð. Framlenging uppsagnarfrests leigusamnings við núverandi leigutaka, Gym heilsu ehf., sé aðeins tímabundið úrræði til að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins og bæjarbúa þar til húsnæðið verði boðið út á ný. Gym hefur nú samning fram til 1. júní 2016. „Þar sem ekki náðist að semja um útleigu húsnæðisins í kjölfar útboðsins hefur töluverð óvissa ríkt í viðskiptum núverandi leigutaka [Gym heilsu]. Þar sem leigutekjur Kópavogsbæjar af útleigu húsnæðisins eru tengdar veltu leigutaka hefur slík óvissa töluverð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið. Ákvörðun um þessa „skammtímaráðstöfun“ hafi því verið tekin til að forða Kópavogsbæ frá tjóni á meðan unnið sé að því að bjóða húsnæðið fram að nýju í samræmi við lýðheilsustefnu. „Og verður Laugum ehf. líkt og öðrum þá frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir bæjarráðið sem kveður framgöngu sína í málinu vera lögmæta og að „bærinn hafi ekki valdið Laugum tjóni með saknæmum hætti“. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Kópavogsbær hafnar fullyrðingum forsvarsmanna Lauga ehf. um að bærinn sé skaðabótaskyldur gagnvart félaginu með því að framlengja samning við Gym heilsu ehf. um leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs. Laugar, sem reka World Class-stöðvarnar, tóku þátt í útboði á leigu líkamsræktaraðstöðunnar við sundlaugar Kópavogs. Eftir að útboðið hafði farið fram var að sögn bæjaryfirvalda ákveðið að fresta útboðinu þar til bærinn hefði markað sér lýðheilsustefnu. „Líkt og fram kemur í bréfi Kópavogsbæjar til þín, dags. 7. október 2014, tók Kópavogsbær ákvörðun um að ganga ekki til samninga við Laugar ehf. í kjölfar útboðsins þar sem talið var að tilboð félagsins uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna,“ segir í bréfi bæjarráðs Kópavogs þar sem kröfu Lauga um efndabætur er svarað. Í kröfubréfi Lauga kemur fram að tilboð félagsins hafi verið hagstæðast en því hafi verið hafnað þar sem endurskoðaðan ársreikning hafi vantað. Þó hefði bærinn ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við innihald hans. Ákvörðun bæjarins um að hafna tilboðinu sé ólögmæt og valdi Laugum gríðarlegu tjóni. Krafist sé 659 milljóna króna í bætur.Ármann Kr. Ólafsson Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um bótakröfu Lauga ehf.Fréttablaðið/AntonBæjarráðið segir að í ljósi ýmissa álitaefna sem upp hafi komið við útboðið hafi bærinn talið að hagsmunir bæjarbúa yrðu best tryggðir ef fyrir lægi skýr stefna um markmið útleigu húsnæðisins áður en ráðist yrði í nýtt útboð. Framlenging uppsagnarfrests leigusamnings við núverandi leigutaka, Gym heilsu ehf., sé aðeins tímabundið úrræði til að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins og bæjarbúa þar til húsnæðið verði boðið út á ný. Gym hefur nú samning fram til 1. júní 2016. „Þar sem ekki náðist að semja um útleigu húsnæðisins í kjölfar útboðsins hefur töluverð óvissa ríkt í viðskiptum núverandi leigutaka [Gym heilsu]. Þar sem leigutekjur Kópavogsbæjar af útleigu húsnæðisins eru tengdar veltu leigutaka hefur slík óvissa töluverð áhrif á tekjur Kópavogsbæjar af húsnæðinu,“ segir bæjarráðið. Ákvörðun um þessa „skammtímaráðstöfun“ hafi því verið tekin til að forða Kópavogsbæ frá tjóni á meðan unnið sé að því að bjóða húsnæðið fram að nýju í samræmi við lýðheilsustefnu. „Og verður Laugum ehf. líkt og öðrum þá frjálst að bjóða í húsnæðið,“ segir bæjarráðið sem kveður framgöngu sína í málinu vera lögmæta og að „bærinn hafi ekki valdið Laugum tjóni með saknæmum hætti“. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kveðst ekki vilja tjá sig um málið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira