Samtal kvenna úr fortíð og nútíð 15. desember 2014 11:00 Arna Valsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir Mynd/Auðunn Níelsson „Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira