Erlent

Nærri tvær milljónir á vergangi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fólk gekk fylktu liði til messu í Júba til að heiðra minningu þeirra sem vitað er að hafi látist.
Fólk gekk fylktu liði til messu í Júba til að heiðra minningu þeirra sem vitað er að hafi látist. nordicphotos/AFP
Tugir þúsunda hafa látið lífið og nærri tvær milljónir hrakist að heiman eftir að stríðsátök hófust í höfuðborginni Júba í Suður-Súdan fyrir ári.

Sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum að því að taka saman nöfn allra þeirra sem látnir eru, og voru nöfnin birt í gær þegar rétt ár var liðið frá upphafi átakanna. Sá yngsti var fjórtán mánaða drengur en elst var 105 ára gömul ættmóðir.

Átökin breiddust fljótlega út um landið, en þar hafa tekist á stuðningsmenn Alva Kiir forseta og fyrrverandi varaforseta, Riek Machar. Kiir er af ættflokki Dinga en Machar af ættflokki Núa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×