Erlent

Greip í byssu Monis

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fjöldi fólks kom í gær til að leggja blóm á gangstéttina við kaffihúsið í Sydney.
Fjöldi fólks kom í gær til að leggja blóm á gangstéttina við kaffihúsið í Sydney. vísir/ap
Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins.

Þetta varð kaffihúsaeigandanum, sem hét Tori Johnson, að bana því skot hljóp úr byssunni. Það varð hins vegar til þess að lögreglan réðst til inngöngu, og lauk málum með því að flestir gíslanna sautján sluppu lifandi eftir sextán klukkustunda umsátur.

Kona að nafni Katrina Dawson lést einnig, ásamt gíslatökumanninum Man Haron Monis. Dawson varð fyrir skoti er hún skýldi óléttri vinkonu sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×