Innlent

Veiktist vegna myglunnar

Tómas fyrir utan skrifstofuna sína sem hann hefur ekki getað notað í tvö ár.
Tómas fyrir utan skrifstofuna sína sem hann hefur ekki getað notað í tvö ár. Fréttablaðið/pjetur
Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, var einn þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem veiktust vegna myglunnar. Hann þurfti að fara í aðgerð á ennisholum vegna þessa og hefur ekki getað notað skrifstofu sína síðan upp komst um mygluna.

„Það er auðvitað skrítið að Landspítalinn sé heilsuspillandi vinnustaður. Þetta er lýsandi dæmi um úrræðaleysið sem ríkir. Þetta er ekki stjórnunarvandi heldur er svo skert fjármagn til stofnunarinnar að það verður að taka fé úr eðlilegu viðhaldi í grunnþjónustu við sjúklinga. Þetta er látið sitja á hakanum og svo núna þá erum við að fá svona ótrúlega bakreikninga,“ segir hann.

Tómas er einn þeirra lækna sem munu fá skrifstofuaðstöðu í gámunum þegar þeir verða komnir upp. Honum finnst það ekki spennandi kostur.

„Það segir sig sjálft að það að vera settur í gám á lóðinni er afar óspennandi. Skárra en að vera í herbergi þar sem maður verður veikur en þetta er engan veginn góð lausn fyrir neinn. Það er svolítið langt að fara á milli skrifstofunnar og spítalans en við læknar viljum vera nálægt sjúklingunum okkar. Ég lít á þetta sem algjöra neyðarlausn og ekki góða lausn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×