Rússar skulda íslenskum fiskútflytjendum milljarða króna Haraldur Guðmundsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Samkvæmt nýlegri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg keyptu Rússar uppsjávarfisk héðan fyrir tæpa sextán milljarða króna á síðasta ári. Vísir Rússnesk fyrirtæki skulda íslenskum fiskútflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Þetta segir Hermann Stefánsson, framkvæmdastjóri sölufyrirtækisins Iceland Pelagic, stærsta útflytjanda landsins á uppsjávartegundum til Rússlands. „Það eru nokkrir milljarðar útistandandi og það er mjög erfitt hjá rússnesku kaupendunum og að auki vita þeir ekki hvert rúbluverðið verður þegar þeir fá fisk sem við myndum hugsanlega selja þeim,“ segir Hermann.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Hermann StefánssonFréttablaðið greindi í gær frá því að fiskútflytjendur hér hafi stöðvað útflutning til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Þá kom einnig fram að óvíst er hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá greitt fyrir uppsjávarfisk sem hefur þegar verið sendur til rússneskra kaupenda. Samkvæmt heimildum blaðsins skoða nokkrir fiskútflytjendur nú að gefa afslátt af skuldum og þá jafnvel allt að því sem nemur gengisfalli rúblunnar frá söludegi. Gengi gjaldmiðilsins gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um helming á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Stærsti hlutinn af þessum viðskiptum stóru útflytjendanna hér við Rússana hefur verið í opnum reikningi. En nú halda menn auðvitað að sér höndum eftir að það fór að herða svona hrikalega að þarna,“ segir Hermann. Rússland er mikilvægasti markaður Iceland Pelagic en fyrirtækið er í eigu útgerðarfélaganna Skinneyjar Þinganess og Ísfélags Vestmannaeyja. „Við héldum áfram að selja til Rússlands í haust eftir að ástandið þar fór að versna því það tekur langan tíma að finna nýja markaði og við höfum engar frystigeymslu hér til að geyma fiskinn og því þurftum við annað hvort að hætta að framleiða eða selja á Rússland.“ Hermann hélt erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember síðastliðnum. Þar kom fram að nærri helmingur alls makríls sem veiðist hér við land er seldur til Rússlands, um 20 prósent af allri síld og helmingur frystrar loðnu. „Ef það verður svipuð staða í Rússlandi þegar loðnuvertíðin hefst í janúar þá mun megnið af því leita í fiskimjöl eða lýsi. Það vill þó til að það er mjög hátt verð á mjöl og lýsi núna, það er ekki slæmur kostur. Hins vegar er mikil eftirspurn eftir loðnu í Rússlandi en það er hæpið að verðið verði samkeppnishæft við mjöl og lýsi ef staðan verður svona,“ segir Hermann. Hann telur að lítið sé eftir af makríl- og síldarbirgðum hér á landi. „Það eru engir frystiklefar á Íslandi af viti til að taka við neinni vöru til að geyma og selja þegar ástandið batnar í Rússlandi. Ef þetta heldur áfram svona þá verður ekki til neitt frystipláss fyrir loðnuna og þá verður annaðhvort að skipa henni til Rússlands eða bræða hana.“ Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Rússnesk fyrirtæki skulda íslenskum fiskútflytjendum á bilinu þrjá til fimm milljarða króna fyrir uppsjávarfisk sem þau hafa þegar fengið afhentan. Þetta segir Hermann Stefánsson, framkvæmdastjóri sölufyrirtækisins Iceland Pelagic, stærsta útflytjanda landsins á uppsjávartegundum til Rússlands. „Það eru nokkrir milljarðar útistandandi og það er mjög erfitt hjá rússnesku kaupendunum og að auki vita þeir ekki hvert rúbluverðið verður þegar þeir fá fisk sem við myndum hugsanlega selja þeim,“ segir Hermann.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Hermann StefánssonFréttablaðið greindi í gær frá því að fiskútflytjendur hér hafi stöðvað útflutning til Rússlands í kjölfar falls rúblunnar. Þá kom einnig fram að óvíst er hvenær fyrirtæki á borð við HB Granda fá greitt fyrir uppsjávarfisk sem hefur þegar verið sendur til rússneskra kaupenda. Samkvæmt heimildum blaðsins skoða nokkrir fiskútflytjendur nú að gefa afslátt af skuldum og þá jafnvel allt að því sem nemur gengisfalli rúblunnar frá söludegi. Gengi gjaldmiðilsins gagnvart Bandaríkjadal hefur fallið um helming á árinu en Rússar greiða fyrirtækjum hér í flestum tilvikum með dölum. „Stærsti hlutinn af þessum viðskiptum stóru útflytjendanna hér við Rússana hefur verið í opnum reikningi. En nú halda menn auðvitað að sér höndum eftir að það fór að herða svona hrikalega að þarna,“ segir Hermann. Rússland er mikilvægasti markaður Iceland Pelagic en fyrirtækið er í eigu útgerðarfélaganna Skinneyjar Þinganess og Ísfélags Vestmannaeyja. „Við héldum áfram að selja til Rússlands í haust eftir að ástandið þar fór að versna því það tekur langan tíma að finna nýja markaði og við höfum engar frystigeymslu hér til að geyma fiskinn og því þurftum við annað hvort að hætta að framleiða eða selja á Rússland.“ Hermann hélt erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember síðastliðnum. Þar kom fram að nærri helmingur alls makríls sem veiðist hér við land er seldur til Rússlands, um 20 prósent af allri síld og helmingur frystrar loðnu. „Ef það verður svipuð staða í Rússlandi þegar loðnuvertíðin hefst í janúar þá mun megnið af því leita í fiskimjöl eða lýsi. Það vill þó til að það er mjög hátt verð á mjöl og lýsi núna, það er ekki slæmur kostur. Hins vegar er mikil eftirspurn eftir loðnu í Rússlandi en það er hæpið að verðið verði samkeppnishæft við mjöl og lýsi ef staðan verður svona,“ segir Hermann. Hann telur að lítið sé eftir af makríl- og síldarbirgðum hér á landi. „Það eru engir frystiklefar á Íslandi af viti til að taka við neinni vöru til að geyma og selja þegar ástandið batnar í Rússlandi. Ef þetta heldur áfram svona þá verður ekki til neitt frystipláss fyrir loðnuna og þá verður annaðhvort að skipa henni til Rússlands eða bræða hana.“
Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira