Lil B bannaður af Facebook Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 11:30 Lil B hefur verið kallaður vinsælasti tónlistarmaður veraldarvefsins. Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Póstmóderníski rappgrallarinn Lil B The Based God segist hafa verið bannaður af Facebook í 30 daga fyrir það eitt að segja það sem honum lægi á hjarta. „Facebook hefur lokað á mig í 30 daga fyrir að tala tæpitungulaust án ills ásetnings,“ ritaði hann á Twitter-síðu sína. Lil B, sem mætti kalla vinsælasta tónlistarmann veraldarvefsins, fór mikinn á Facebook-síðu sinni í vikunni á sinn sérvitra hátt. „Ef þú fæddist á sjötta áratugnum eða fyrr og fjölskyldan þín barðist ekki gegn aðskilnaðarhyggju eða þrælahaldi, þá eru amma þín og afi aumingjar.“ Þá bölsótaðist hann einnig út í dýraníðinga. „Dýrum er nauðgað á hverjum degi og þau drepin af mönnum svo að þú getir borðað matinn,“ sagði hann og bætti við: „Flestum Bandaríkjamönnum finnst allt í lagi að nauðga dýrum og láta þau verða hina nýju raddlausu þræla Bandaríkjanna og heimsins, svona er auðvaldið.“ Facebook hefur ekki enn svarað fyrirspurnum fjölmiðla um hvaða ummæli hans urðu til þess að lokað væri á hann.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira