260 milljónir í laun verjenda frá ríkinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. desember 2014 09:00 „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð,“ segir Kristín Edwald. vísir/stefán Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“ Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Ríkissjóður hefur þurft að greiða tæpar 260 milljónir króna á árinu í þóknanir verjenda í dómsmálum sem höfðuð hafa verið af sérstökum saksóknara vegna hrunsmálanna. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins á ákvörðunum dómstóla um þóknanir verjenda í stærstu efnahagsbrotadómum ársins í héraðsdómi og Hæstarétti, hafa verjendum hafa alls verið dæmdar þóknanir fyrir yfir 350 milljónir króna. Þar af hefur ríkið þurft að greiða 256,9 milljónir. Sakborningarnir hafa þurft að greiða tæpar 98 milljónir í laun verjenda. Ákærður maður er látinn bera allan sakarkostnað ef ákæran þykir á rökum reist. Í sumum málum hafa sakborningar verið látnir greiða hluta, hafi til dæmis ekki náðst fram sakfelling að fullu, eitthvað verið að rannsókn og svo framvegis. Skoðað var VÍS-málið svokallaða, Aurum-málið, Imon-málið, kaupréttarmál stjórnenda Landsbankans og markaðsmisnotkunarmál sama banka, Exista-, BK-44-, Milestone-og Aserta-mál. Sumum er lokið en önnur hafa aðeins verið kláruð fyrir héraðsdómi. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður segir að þó skilningur sé fyrir hendi á því að rannsóknir hafi þurft að fara fram í kjölfar hrunsins sé ljóst að ákærur sérstaks saksóknara hafi verið allt of umfangsmiklar. „Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna að sérstakur saksóknari þurfi að ígrunda betur hvaða mál fara í ákærumeðferð.“ Kristín segir málin umfangsmikil og mikil vinna felist í að fara í gegnum gögn og gæta réttar ákærðu. Því séu skiljanlegar háar fjárhæðir í málsvarnarlaun. Mörg málanna hafi verið til rannsóknar frá því strax eftir hrun. Kristín segir ljóst að einhverjar ákærur hafi verið gefnar út þrátt fyrir skilyrði sakamálalaga um að mál verði að vera nægileg eða líkleg til sakfellis til að ákæra sé gefin út. Aðspurð um hvort embættið fari of geyst í að sækja menn til saka segir Kristín: „Já, það tel ég tvímælalaust.“
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira