"Nútíma fullorðins“ Björn Teitsson skrifar 19. desember 2014 11:00 Svefnljóð er áttunda hljóðversplata Ragnheiðar Gröndal. Vísir/Vilhelm Tónlist Svefnljóð Ragga Gröndal Sena Svefnljóð er áttunda hljóðversplata Ragnheiðar Gröndal, sem hefur, þrátt fyrir ungan aldur, lengi verið meðal eftirlætis söngkvenna þjóðarinnar. Ferill hennar hefur verið farsæll, hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum, tekið þátt í undankeppni Eurovision og verið krýnd söngkona ársins. Á þessari nýjustu afurð hennar er nýtt hlutverk fyrirferðarmikið, eða móðurhlutverkið. Svefnljóð eru tileinkuð syni Ragnheiðar, eða Röggu, eins og hún er titluð í þetta sinn, sem gefur til kynna persónulega plötu… sem er einmitt raunin. Lögin eru öll nema eitt eftir Ragnheiði og fjórir textar af níu, en annars nýtir hún sér ljóð eftir Kristínu Jónsdóttur frá Hlíð, Hallgrím Helgason í þrígang og loks öndvegisskáldið Sigurð Pálsson. Tónlistin er lágstemmd og erfitt að staðsetja hana innan einhverrar sérstakrar stefnu. Einhvern tímann var Ragga kölluð „Norah Jones Íslands“, sem er smá glatað en tja, kannski nær lagi. Þetta er í öllu falli ákveðin „AC-tónlist“ (adult contemporary), eða „nútíma fullorðinstónlist“, væri líklega tilvalin til hugleiðslu – þótt hér sé alls ekki farið alla leið í Frikka Karls (ekki að það væri neitt að því). Í titillaginu er áberandi bassalína sem minnir á hið geggjaða That Loving Feeling með Isaac Hayes. Það hefði verið gaman ef sú hugmynd hefði verið tekin lengra en lagið er engu að síður mjög frambærilegt. Það sama má segja um Lifandi vatnið, sem er einmitt sungið við ljóð Sigurðar Pálssonar, tilfinningaríkur flutningur sem nær inn að beini. Lagið Sólon Íslandus, síðasta lag plötunnar, er það sem væri líklegast til að ná langt á vinsældalistum, léttpoppað með skemmtilegri innkomu frá Pálma Gunnars í bakröddum – en hann á annars einkar góða spretti á plötunni sem bassaleikari.Heilt yfir er Svefnljóð vel heppnuð plata og í takt við það sem Ragga hefur fengist við á sínum sólóferli. Tónlistin hentar vel við arineld þegar norðangolan lemur gluggana þótt hún teljist seint rík af slögurum sem fara rakleiðis í efstu sæti vinsældalista. En að því sögðu er Röggu líklega alveg sama, hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir. Og það er kúl. Niðurstaða:Ragga Gröndal sendir frá sér sína áttundu hljóðversplötu sem rímar vel við feril hennar hingað til. Platan er lágstemmd og ljóðræn, hentar vel í inniveru vetrarins. Eurovision Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Svefnljóð Ragga Gröndal Sena Svefnljóð er áttunda hljóðversplata Ragnheiðar Gröndal, sem hefur, þrátt fyrir ungan aldur, lengi verið meðal eftirlætis söngkvenna þjóðarinnar. Ferill hennar hefur verið farsæll, hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum, tekið þátt í undankeppni Eurovision og verið krýnd söngkona ársins. Á þessari nýjustu afurð hennar er nýtt hlutverk fyrirferðarmikið, eða móðurhlutverkið. Svefnljóð eru tileinkuð syni Ragnheiðar, eða Röggu, eins og hún er titluð í þetta sinn, sem gefur til kynna persónulega plötu… sem er einmitt raunin. Lögin eru öll nema eitt eftir Ragnheiði og fjórir textar af níu, en annars nýtir hún sér ljóð eftir Kristínu Jónsdóttur frá Hlíð, Hallgrím Helgason í þrígang og loks öndvegisskáldið Sigurð Pálsson. Tónlistin er lágstemmd og erfitt að staðsetja hana innan einhverrar sérstakrar stefnu. Einhvern tímann var Ragga kölluð „Norah Jones Íslands“, sem er smá glatað en tja, kannski nær lagi. Þetta er í öllu falli ákveðin „AC-tónlist“ (adult contemporary), eða „nútíma fullorðinstónlist“, væri líklega tilvalin til hugleiðslu – þótt hér sé alls ekki farið alla leið í Frikka Karls (ekki að það væri neitt að því). Í titillaginu er áberandi bassalína sem minnir á hið geggjaða That Loving Feeling með Isaac Hayes. Það hefði verið gaman ef sú hugmynd hefði verið tekin lengra en lagið er engu að síður mjög frambærilegt. Það sama má segja um Lifandi vatnið, sem er einmitt sungið við ljóð Sigurðar Pálssonar, tilfinningaríkur flutningur sem nær inn að beini. Lagið Sólon Íslandus, síðasta lag plötunnar, er það sem væri líklegast til að ná langt á vinsældalistum, léttpoppað með skemmtilegri innkomu frá Pálma Gunnars í bakröddum – en hann á annars einkar góða spretti á plötunni sem bassaleikari.Heilt yfir er Svefnljóð vel heppnuð plata og í takt við það sem Ragga hefur fengist við á sínum sólóferli. Tónlistin hentar vel við arineld þegar norðangolan lemur gluggana þótt hún teljist seint rík af slögurum sem fara rakleiðis í efstu sæti vinsældalista. En að því sögðu er Röggu líklega alveg sama, hún hefur alltaf farið sínar eigin leiðir. Og það er kúl. Niðurstaða:Ragga Gröndal sendir frá sér sína áttundu hljóðversplötu sem rímar vel við feril hennar hingað til. Platan er lágstemmd og ljóðræn, hentar vel í inniveru vetrarins.
Eurovision Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira