Láta hugann reika frá jólastressi Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2014 10:00 Prins Póló segist vera þokkalegt jólabarn. Vísir/gva „Ég er bara á leiðinni í bæinn, er að nálgast Vík í Mýrdal á góðu svelli og hér er fínasta færð,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann treður upp í Iðnó í kvöld ásamt þeim dj. flugvél & geimskipi og Dr. Gunna. „Svo erum við búin að ná samningum við mjög jólalegan leynigest. Hann er eldheitur og við erum mjög spennt fyrir honum. Hann ætlar að troða upp og taka einhverja syrpu með okkur,“ segir Svavar en Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. Að sögn Svavars verður jólaleg stemning yfir mönnum í kvöld. „Við ætlum bara að kaupa mikið af jólaseríum, skreyta salinn og sviðið og vera í dálitlum fíling. Fólk getur sleppt fram af sér beislinu rétt fyrir jól og látið hugann reika frá þessu hefðbundna jólastressi,“ segir Svavar, sem er sjálfur þokkalegt jólabarn. „Mér þykir voða vænt um jólin og stemninguna svo lengi sem það verður ekki yfirgengilegt. Ég hlusta mikið á Hauk Morthens fyrir jólin því hann kemur mér í jólafíling.“ Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er bara á leiðinni í bæinn, er að nálgast Vík í Mýrdal á góðu svelli og hér er fínasta færð,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, en hann treður upp í Iðnó í kvöld ásamt þeim dj. flugvél & geimskipi og Dr. Gunna. „Svo erum við búin að ná samningum við mjög jólalegan leynigest. Hann er eldheitur og við erum mjög spennt fyrir honum. Hann ætlar að troða upp og taka einhverja syrpu með okkur,“ segir Svavar en Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. Að sögn Svavars verður jólaleg stemning yfir mönnum í kvöld. „Við ætlum bara að kaupa mikið af jólaseríum, skreyta salinn og sviðið og vera í dálitlum fíling. Fólk getur sleppt fram af sér beislinu rétt fyrir jól og látið hugann reika frá þessu hefðbundna jólastressi,“ segir Svavar, sem er sjálfur þokkalegt jólabarn. „Mér þykir voða vænt um jólin og stemninguna svo lengi sem það verður ekki yfirgengilegt. Ég hlusta mikið á Hauk Morthens fyrir jólin því hann kemur mér í jólafíling.“
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira