Flugmaður neitar sök vegna brotlendingar við sumarhús Garnar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Flugvélin, TF-KEX, eyðilagðist í óhappinnu. Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa „Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Sjá meira
„Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Sjá meira
Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00
Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00
Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00