Set litla húsið hans Jesú út í gluggakistu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2014 12:00 Evu langar að verða mjög margt, myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir og margt fleira. vísir/Valli Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“ Jólafréttir Krakkar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“
Jólafréttir Krakkar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira