Prinsinn er lífsstíll Björn Teitsson skrifar 23. desember 2014 11:00 Svavar Pétur Eysteinsson er maðurinn á bak við Prins Póló. Vísir/GVA Tónlist Sorrí Prins Póló Skakkapopp Í þessum póstpóstmóderníska heimi þar sem fólk sem situr við sama borð er hætt að talast við nema í gegnum spjallforrit á snjallsímum er sem betur til eitthvað mótvægi, einhver andspyrnuhreyfing við andleysinu. Einlæg andspyrnuhreyfing, andspyrnueinlægnishreyfing. Æ fleiri eru tilbúnir til að vera einlægir, kaldhæðnin er að verða úr sér gengin, nema þá að kaldhæðnin sé einlæg (það er hægt, spyrjið bara Hrafn Jónsson). Það er eitthvað í loftinu, finnið þið það ekki? Vinsældir hljómsveitarinnar Prins Póló bera vott um uppgang einlægninnar. Því eru vinsældir hljómsveitarinnar í raun kærkomnar, þær boða betri tilveru með húmor, náungakærleik og fósturlandsást að vopni. Ekki þjóðrembingsást…heldur nostalgískri væntumþykju um landið, um þjóðina, sem við viljum tilheyra. Hvort sem það er Libby's tómatsósa í gleri, fótanuddtæki eða hakk og spaghettí í matinn. Prinsinn er meira en tónlist, Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Sorrí, önnur breiðskífa sveitarinnar, er plata ársins hjá Fréttablaðinu. Eina sem hægt er að setja út á það val er að elstu lög plötunnar komu út fyrir allt að þremur árum en var í ár safnað saman á eina skífu í fyrsta sinn. Að öðru leyti er valið fullkomlega réttlætanlegt. Hún er stútfull af smellum, sem eru einstakir á sinn hátt. Þar má finna argasta danspopp í einu besta lagi Íslandssögunnar „Hamstra sjarma,“ ljúfsára ástarballöðu með synþatvisti í „Finn á mér,“ fullkomna sambandslýsingu í „Tipp Topp“ og manifestóinu „Bragðarefir“.Sorrí, það er varla veikan blett að finna á Sorrí. Hún er frumleg, hún er galsafull, hún hentar við öll tilefni – til að dansa, brosa, hlæja eða gráta. En það sem er fallegast, er að þjóðin er einmitt að fatta þetta. Svavar Pétur og Berglind eru ekki að gefa út sína fyrstu plötu, þau eru ekki að búa til ímynd sem er loks að slá í gegn. Þetta eru þau, spilin lögð á borðið – einlæglega. Prinsinn er meira en tónlist. Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Ertu með? Niðurstaða: Prins Póló gefur út samansafn af frábærum smáskífum síðustu ára með smá aukasnakki til viðbótar. Sorrí, en Sorrí er frábær plata fyrir alla, konur og kalla. Gagnrýni Menning Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Sorrí Prins Póló Skakkapopp Í þessum póstpóstmóderníska heimi þar sem fólk sem situr við sama borð er hætt að talast við nema í gegnum spjallforrit á snjallsímum er sem betur til eitthvað mótvægi, einhver andspyrnuhreyfing við andleysinu. Einlæg andspyrnuhreyfing, andspyrnueinlægnishreyfing. Æ fleiri eru tilbúnir til að vera einlægir, kaldhæðnin er að verða úr sér gengin, nema þá að kaldhæðnin sé einlæg (það er hægt, spyrjið bara Hrafn Jónsson). Það er eitthvað í loftinu, finnið þið það ekki? Vinsældir hljómsveitarinnar Prins Póló bera vott um uppgang einlægninnar. Því eru vinsældir hljómsveitarinnar í raun kærkomnar, þær boða betri tilveru með húmor, náungakærleik og fósturlandsást að vopni. Ekki þjóðrembingsást…heldur nostalgískri væntumþykju um landið, um þjóðina, sem við viljum tilheyra. Hvort sem það er Libby's tómatsósa í gleri, fótanuddtæki eða hakk og spaghettí í matinn. Prinsinn er meira en tónlist, Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Sorrí, önnur breiðskífa sveitarinnar, er plata ársins hjá Fréttablaðinu. Eina sem hægt er að setja út á það val er að elstu lög plötunnar komu út fyrir allt að þremur árum en var í ár safnað saman á eina skífu í fyrsta sinn. Að öðru leyti er valið fullkomlega réttlætanlegt. Hún er stútfull af smellum, sem eru einstakir á sinn hátt. Þar má finna argasta danspopp í einu besta lagi Íslandssögunnar „Hamstra sjarma,“ ljúfsára ástarballöðu með synþatvisti í „Finn á mér,“ fullkomna sambandslýsingu í „Tipp Topp“ og manifestóinu „Bragðarefir“.Sorrí, það er varla veikan blett að finna á Sorrí. Hún er frumleg, hún er galsafull, hún hentar við öll tilefni – til að dansa, brosa, hlæja eða gráta. En það sem er fallegast, er að þjóðin er einmitt að fatta þetta. Svavar Pétur og Berglind eru ekki að gefa út sína fyrstu plötu, þau eru ekki að búa til ímynd sem er loks að slá í gegn. Þetta eru þau, spilin lögð á borðið – einlæglega. Prinsinn er meira en tónlist. Prinsinn er afstaða. Prinsinn er lífsstíll. Ertu með? Niðurstaða: Prins Póló gefur út samansafn af frábærum smáskífum síðustu ára með smá aukasnakki til viðbótar. Sorrí, en Sorrí er frábær plata fyrir alla, konur og kalla.
Gagnrýni Menning Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira