Hvar eru jólin? Didda skrifar 24. desember 2014 11:00 Fæðingin gekk fljótt og vel fyrir sig, það er ekki ólíklegt að ég hafi verið extra dugleg sjálf vegna nærveru fólksins og þá sérstaklega eldri sonarins sem reyndi staðfastur að halda jólunum gangandi með því að einbeita sér að því að opna gjafirnar inni í stofu. Mynd/Halldór Baldursson Fyrir fimmtán árum fæddi ég yngri son minn á aðfangadagskveldi á Bræðraborgarstíg 13, viðstaddar voru tvær ljósmæður, tvær vinkonur, mamma mín og eldri sonur minn, þá níu ára, ein síamskisa sem var í pössun hjá mér og inni í stofunni píptu kanarífuglar í búri sínu. (Gleðileg jól, öllsömul.) Af hverju ég lét aka mér heim til mín til að fæða veit ég ein, alla vega fékk ég mínu framgengt og urraði bara að ég vildi komast heim þegar mér var ekið fram hjá fæðingardeildinni á leiðinni úr Kópavogi vestur í bæ. Sjálfsagt er fyrir þá sem nenna að hafa skoðanir á því hversu skynsamlegt það var af mér, einstæðri að bæta á mig barni að annast um, lífið er stundum algjörlega laust við skynsemi og kannski bara sem betur fer, annars væru ekki svona margir á ferðinni í dag til að hugsa um og það er reynsla mín að helmingur mannkynsins hefur sterka tilhneigingu til þess að hugsa um hinn helminginn hvað sem gengur á. Nema ég var búin að plana heimafæðingu lauslega, var með símanúmer hjá ljósmóður sem brást svo fallega við þegar ég hringdi til hennar másandi milli hríða, vegna þess að eiginmaður hennar og systir eiga líka afmæli á þessum góða degi, þannig að mér leið ekki eins og að ég væri að trufla hana of mikið þó svo ég tæki hana frá fjölskyldu sinni í miðjum hátíðarmatnum. Fæðingin gekk fljótt og vel fyrir sig, það er ekki ólíklegt að ég hafi verið extra dugleg sjálf vegna nærveru fólksins og þá sérstaklega eldri sonarins sem reyndi staðfastur að halda jólunum gangandi með því að einbeita sér að því að opna gjafirnar inni í stofu. Og það var meira en sérstakt að hafa nýburann sinn í fanginu og taka upp gjöfina frá þeim eldri, sem var teiknuð ástaryfirlýsing: Ég elska þig MAMMA, inní stóru hjarta með öðrum litlum í kring. Auðvitað er þessi mynd ein af dýrgripunum mínum ásamt annarri teikningu sem er eftir þann yngri og hann gaf mér fyrir tæpum fimm árum þar sem hann heldur utan um mig undir stóru hjarta og sömu yfirlýsingu: Ég elska þig MAMMA. En þá var ég ekki að eignast annað barn heldur að glíma við veikindin sem ég er enn að glíma við, en það er önnur saga og leiðinlegri. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa leyft eldri syni mínum að vera viðstaddur fæðingu bróður síns, enda skildi hann strax að svona litla og viðkvæma veru þyrfti að passa vel og honum datt engin betri í hug en ég til þess að sinna því hlutverki svo að ég hafði hans skilning mín megin frá og með þeirri stundu að hann hélt á bróður sínum á meðan ég fæddi fylgjuna. Ári síðar hafði mér tekist að bjóða pabba hans hingað til þess að skrifa undir faðernispappíra og hélt nafnaveislu á hinum eina og sanna fæðingardegi, þar sem íbúðin fylltist af fullorðnu fólki og ég trúði því andartak að allt þetta fólk væri þorpið okkar og að við værum partur af hópnum þrátt fyrir að hafa stolið aðalpakkadegi ársins. Ég hafði ekki rétt fyrir mér, hefðirnar eru sterkari og ég varð að skilja að öðrum þætti ekki eins mikið til afkvæmis míns koma og mér sjálfri, svo að ég hef oftar en ekki lánað honum minn afmælisdag til hátíðarhalda og þegar honum fór að finnast það asnalegt þá hættum við því og höfum bara hagað seglum eftir vindi og boðið hvern sem er velkominn í tilefni dagsins og hann fær að skipuleggja skemmtun með vinum sínum. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að þessi dagsetning gæti flækt framtíðina, en þið sem deilið þessum degi með honum hér á Íslandi vitið sjálfsagt vel hvað ég er að tala um. Það er flókið fyrir fimm ára að skilja að enginn má vera að því að koma í afmælið þitt af því sumir eru uppteknir við að halda upp á afmæli annars stráks frá Nasaret eða verða að framkvæma sín ritúöl svo ljósið komist fyrir í myrkasta skammdeginu, en núna á 15da aðfangadeginum skilur hann alla betur og finnst bara fallegt að hugsa til þess að svona mörgum líði jafnvel vel á þessum degi og séu vænir hver við annan. Árin sem hafa liðið eru ekki búin að vera auðveld eða einföld, oft erfið og stundum hrikaleg og hann hefur fengið að finna fyrir því að vera sonur mömmu sinnar og uppskorið meiri fordóma vegna mín, heldur en að eiga föður sem er frá Jamaíku. Og það eru sennilegast hin jákvæðustu merki á voru samfélagi að húðlitur er ekki eins mikið tabú þó svo að seint fyrirgefist kvenmanni að fara sínar eigin leiðir þó hún sé ekki að reyna mikið meira en að komast af. Á þessum 15 árum hefur hann flutt níu sinnum og búið lengst þar sem við erum núna eða þrjú ár (gleðileg jól, Félagsbústaðir!). Þess má geta að eldri bróðir hans hefur flutt nítján sinnum og ég nokkuð oftar, blessað basl þetta líf og best að vera alltaf tilbúin að hreyfa sig skyldi eitthvað fýsilegra finnast. Þegar ég sýndi honum frétt fyrir skömmu þess eðlis að hann væri í hópi þeirra barna og unglinga sem verst hefðu það í samfélaginu út frá félagsvísindalegri rannsókn sem mat stöðu hans út frá tekjum mínum, þá rak hann upp stór augu, var eiginlega alveg steinhissa því honum finnst hann aldrei hafa haft það eins gott og núna: við eigum heimili sem okkur líður vel á og þú ert ekki eins veik og í fyrra og hittifyrra og þar fyrrað, það er bara skólinn sem er stundum leiðinlegur og allt þetta áhyggjufulla fólk sem er alltaf að segja mér að ég hafi það slæmt og vill ekki leyfa mér að vinna svo ég geti hjálpað til! Og svo varð hann móðgaður fyrir okkar hönd sem er skiljanlegt því ég hef heldur aldrei skilið tilganginn með þessum útreikningum á því hver hefur það verst ef því fylgja engar aðgerðir. Staða er bara staða sem hægt er að færa sig úr, vandamál eru nokkuð sem hægt er að leysa og ef það kemur nýr dagur á morgun þá hoppum við öll samferða í áttina að framtíðinni vitandi að við gerum það á öxlum einhverra sem eru líka að paufast áfram því: Það gerir enginn meira en hann getur og gerir varla mikið meira betur, þú ríst eins hátt og sá sem boginn ber þig inn á hamingjunnar lendur og um ill einstigi. Mér finnst ég heppin að vera samferða sonum mínum og þó svo að ég hefði alltaf viljað þeim auðveldari og skemmtilegri tíma þá þarf ég ekki að gera neitt lítið úr því sem ég hef áorkað fyrir þá með því einu að vera alltaf til staðar hvernig sem mín staða er eða verður. Á aðfangadag munum við borða mat frá Mæðrastyrksnefnd (gleðileg jól!) sem afmælisbarnið mun matreiða og komi nokkur þá verður ekki tómur kofinn og allir sem láta sjá sig fá kraftmikið og heiðarlegt knús frá afmælisbarninu. Hann er kannski krakkinn sem stal jólunum á vissan hátt, en hann er líka hiklaust krakkinn sem minnir mig á jólin allt árið, ekki skrautið og skrumið, heldur tilganginn sem gengur út á samveruna og tilfinningalega viðurkenningu á tilhlökkun barnshjartans sem við öll finnum fyrir þegar jólin koma sér fyrir í hálsakotinu hjá okkur. Mér er það minnisstætt þegar amma mín, skjálfrödduð, reyndi að útskýra fyrir mér að ég ætti að passa upp á Jesúbarnið í mér með því að passa öll börn og hún hafði nokkuð til síns máls með þeirri áminningu, enda af kynslóð sem mátti hafa fyrir lífinu og ég hugsa oft til hennar því hún var alltaf og ævinlega vakandi fyrir því litla, mikið til út af því að hún hafði særst sjálf. Enginn verður óbarinn biskup eða óbrenndur bakari og barnið sem fæðist í dag er manneskja morgundagsins, blessuð framtíðin er böðuð í barnshjörtum sem fyrirgefa manni bröltið í baslinu ef maður gleymir ekki hvar á að kveikja á kertinu sem skreytir afmælistertu dagsins jafnvel þótt hún sé teiknuð, eða bara pappírshjarta með örfáum einlægum orðum: Ég elska þig. Gleðileg jól og lifið heilust. Jólafréttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Fyrir fimmtán árum fæddi ég yngri son minn á aðfangadagskveldi á Bræðraborgarstíg 13, viðstaddar voru tvær ljósmæður, tvær vinkonur, mamma mín og eldri sonur minn, þá níu ára, ein síamskisa sem var í pössun hjá mér og inni í stofunni píptu kanarífuglar í búri sínu. (Gleðileg jól, öllsömul.) Af hverju ég lét aka mér heim til mín til að fæða veit ég ein, alla vega fékk ég mínu framgengt og urraði bara að ég vildi komast heim þegar mér var ekið fram hjá fæðingardeildinni á leiðinni úr Kópavogi vestur í bæ. Sjálfsagt er fyrir þá sem nenna að hafa skoðanir á því hversu skynsamlegt það var af mér, einstæðri að bæta á mig barni að annast um, lífið er stundum algjörlega laust við skynsemi og kannski bara sem betur fer, annars væru ekki svona margir á ferðinni í dag til að hugsa um og það er reynsla mín að helmingur mannkynsins hefur sterka tilhneigingu til þess að hugsa um hinn helminginn hvað sem gengur á. Nema ég var búin að plana heimafæðingu lauslega, var með símanúmer hjá ljósmóður sem brást svo fallega við þegar ég hringdi til hennar másandi milli hríða, vegna þess að eiginmaður hennar og systir eiga líka afmæli á þessum góða degi, þannig að mér leið ekki eins og að ég væri að trufla hana of mikið þó svo ég tæki hana frá fjölskyldu sinni í miðjum hátíðarmatnum. Fæðingin gekk fljótt og vel fyrir sig, það er ekki ólíklegt að ég hafi verið extra dugleg sjálf vegna nærveru fólksins og þá sérstaklega eldri sonarins sem reyndi staðfastur að halda jólunum gangandi með því að einbeita sér að því að opna gjafirnar inni í stofu. Og það var meira en sérstakt að hafa nýburann sinn í fanginu og taka upp gjöfina frá þeim eldri, sem var teiknuð ástaryfirlýsing: Ég elska þig MAMMA, inní stóru hjarta með öðrum litlum í kring. Auðvitað er þessi mynd ein af dýrgripunum mínum ásamt annarri teikningu sem er eftir þann yngri og hann gaf mér fyrir tæpum fimm árum þar sem hann heldur utan um mig undir stóru hjarta og sömu yfirlýsingu: Ég elska þig MAMMA. En þá var ég ekki að eignast annað barn heldur að glíma við veikindin sem ég er enn að glíma við, en það er önnur saga og leiðinlegri. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa leyft eldri syni mínum að vera viðstaddur fæðingu bróður síns, enda skildi hann strax að svona litla og viðkvæma veru þyrfti að passa vel og honum datt engin betri í hug en ég til þess að sinna því hlutverki svo að ég hafði hans skilning mín megin frá og með þeirri stundu að hann hélt á bróður sínum á meðan ég fæddi fylgjuna. Ári síðar hafði mér tekist að bjóða pabba hans hingað til þess að skrifa undir faðernispappíra og hélt nafnaveislu á hinum eina og sanna fæðingardegi, þar sem íbúðin fylltist af fullorðnu fólki og ég trúði því andartak að allt þetta fólk væri þorpið okkar og að við værum partur af hópnum þrátt fyrir að hafa stolið aðalpakkadegi ársins. Ég hafði ekki rétt fyrir mér, hefðirnar eru sterkari og ég varð að skilja að öðrum þætti ekki eins mikið til afkvæmis míns koma og mér sjálfri, svo að ég hef oftar en ekki lánað honum minn afmælisdag til hátíðarhalda og þegar honum fór að finnast það asnalegt þá hættum við því og höfum bara hagað seglum eftir vindi og boðið hvern sem er velkominn í tilefni dagsins og hann fær að skipuleggja skemmtun með vinum sínum. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að þessi dagsetning gæti flækt framtíðina, en þið sem deilið þessum degi með honum hér á Íslandi vitið sjálfsagt vel hvað ég er að tala um. Það er flókið fyrir fimm ára að skilja að enginn má vera að því að koma í afmælið þitt af því sumir eru uppteknir við að halda upp á afmæli annars stráks frá Nasaret eða verða að framkvæma sín ritúöl svo ljósið komist fyrir í myrkasta skammdeginu, en núna á 15da aðfangadeginum skilur hann alla betur og finnst bara fallegt að hugsa til þess að svona mörgum líði jafnvel vel á þessum degi og séu vænir hver við annan. Árin sem hafa liðið eru ekki búin að vera auðveld eða einföld, oft erfið og stundum hrikaleg og hann hefur fengið að finna fyrir því að vera sonur mömmu sinnar og uppskorið meiri fordóma vegna mín, heldur en að eiga föður sem er frá Jamaíku. Og það eru sennilegast hin jákvæðustu merki á voru samfélagi að húðlitur er ekki eins mikið tabú þó svo að seint fyrirgefist kvenmanni að fara sínar eigin leiðir þó hún sé ekki að reyna mikið meira en að komast af. Á þessum 15 árum hefur hann flutt níu sinnum og búið lengst þar sem við erum núna eða þrjú ár (gleðileg jól, Félagsbústaðir!). Þess má geta að eldri bróðir hans hefur flutt nítján sinnum og ég nokkuð oftar, blessað basl þetta líf og best að vera alltaf tilbúin að hreyfa sig skyldi eitthvað fýsilegra finnast. Þegar ég sýndi honum frétt fyrir skömmu þess eðlis að hann væri í hópi þeirra barna og unglinga sem verst hefðu það í samfélaginu út frá félagsvísindalegri rannsókn sem mat stöðu hans út frá tekjum mínum, þá rak hann upp stór augu, var eiginlega alveg steinhissa því honum finnst hann aldrei hafa haft það eins gott og núna: við eigum heimili sem okkur líður vel á og þú ert ekki eins veik og í fyrra og hittifyrra og þar fyrrað, það er bara skólinn sem er stundum leiðinlegur og allt þetta áhyggjufulla fólk sem er alltaf að segja mér að ég hafi það slæmt og vill ekki leyfa mér að vinna svo ég geti hjálpað til! Og svo varð hann móðgaður fyrir okkar hönd sem er skiljanlegt því ég hef heldur aldrei skilið tilganginn með þessum útreikningum á því hver hefur það verst ef því fylgja engar aðgerðir. Staða er bara staða sem hægt er að færa sig úr, vandamál eru nokkuð sem hægt er að leysa og ef það kemur nýr dagur á morgun þá hoppum við öll samferða í áttina að framtíðinni vitandi að við gerum það á öxlum einhverra sem eru líka að paufast áfram því: Það gerir enginn meira en hann getur og gerir varla mikið meira betur, þú ríst eins hátt og sá sem boginn ber þig inn á hamingjunnar lendur og um ill einstigi. Mér finnst ég heppin að vera samferða sonum mínum og þó svo að ég hefði alltaf viljað þeim auðveldari og skemmtilegri tíma þá þarf ég ekki að gera neitt lítið úr því sem ég hef áorkað fyrir þá með því einu að vera alltaf til staðar hvernig sem mín staða er eða verður. Á aðfangadag munum við borða mat frá Mæðrastyrksnefnd (gleðileg jól!) sem afmælisbarnið mun matreiða og komi nokkur þá verður ekki tómur kofinn og allir sem láta sjá sig fá kraftmikið og heiðarlegt knús frá afmælisbarninu. Hann er kannski krakkinn sem stal jólunum á vissan hátt, en hann er líka hiklaust krakkinn sem minnir mig á jólin allt árið, ekki skrautið og skrumið, heldur tilganginn sem gengur út á samveruna og tilfinningalega viðurkenningu á tilhlökkun barnshjartans sem við öll finnum fyrir þegar jólin koma sér fyrir í hálsakotinu hjá okkur. Mér er það minnisstætt þegar amma mín, skjálfrödduð, reyndi að útskýra fyrir mér að ég ætti að passa upp á Jesúbarnið í mér með því að passa öll börn og hún hafði nokkuð til síns máls með þeirri áminningu, enda af kynslóð sem mátti hafa fyrir lífinu og ég hugsa oft til hennar því hún var alltaf og ævinlega vakandi fyrir því litla, mikið til út af því að hún hafði særst sjálf. Enginn verður óbarinn biskup eða óbrenndur bakari og barnið sem fæðist í dag er manneskja morgundagsins, blessuð framtíðin er böðuð í barnshjörtum sem fyrirgefa manni bröltið í baslinu ef maður gleymir ekki hvar á að kveikja á kertinu sem skreytir afmælistertu dagsins jafnvel þótt hún sé teiknuð, eða bara pappírshjarta með örfáum einlægum orðum: Ég elska þig. Gleðileg jól og lifið heilust.
Jólafréttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira