Komum þeim frá! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. desember 2014 07:00 Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun