Mögulega metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi næsta sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2014 06:00 Íslandsmeistari. Daninn Martin Rauschenberg vann titilinn með Stjörnuliðinu í sumar. Fréttablaðið/Andri Marinó Erlendum leikmönnum í efstu deild hér á landi hefur farið fjölgandi síðustu árin og eins og úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós voru íslensk lið fljót að jafna sig á efnahagskreppunni hér á landi og eru löngu komin fram úr þeim fjölda erlendra leikmanna sem var algengur árin fyrir hrun. Minnst 50 erlendir leikmenn hafa spilað hér á landi síðustu þrjú tímabil og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, spáir því að nýtt met verði sett í sumar. KR-ingar hafa misst nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð í atvinnumennsku. Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson spila allir erlendis á næsta ári og Guðmundur Reynir Gunnarsson er hættur. KR-ingar hafa þó náð að styrkja hópinn í haust. Pálmi Rafn Pálmason snýr aftur til Íslands eftir góð ár í Noregi og Rasmus Christiansen, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur að öllu óbreyttu í KR eftir áramót. Það þarf þó meira til og Kristinn segir að KR-ingar séu að leita leiða til að fylla í þau skörð sem voru höggvin í leikmannahóp liðsins og séu í því tilliti fyrst og fremst að horfa út fyrir landsteinana, enda fremur óalgengt að íslensk lið kaupi leikmenn frá öðrum íslenskum liðum. „Við erum ekki að leita að íslenskum leikmönnum þó að við útilokum ekki neitt,“ sagði Kristinn. „Fyrst og fremst erum við að horfa til útlanda,“ segir hann og staðfestir að danskir leikmenn séu helst í sigtinu. „Það er alveg klárt mál að við munum bæta við leikmannahópinn og ef allt gengur upp ættum við að fá tvo menn í janúar eða febrúar – að minnsta kosti.“Af þeim tólf liðum sem léku í Pepsi-deild karla í sumar var aðeins eitt sem var ekki með erlendan leikmann í sínum röðum. Það var Fram sem féll í 1. deildina ásamt Þór. Kristinn á von á því að landslagið í íslenskri knattspyrnu verði svipað að þessu leyti á komandi árum. „Ég gæti jafnvel trúað því að það verði metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi á næsta ári – miðað við hvernig markaðurinn er og hvað liggur í loftinu,“ segir Kristinn en eins og kemur fram hér fyrir neðan hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins fengið mun fleiri erlenda leikmenn til sín en lið í Reykjavík og nágrenni. Þó voru þrjú efstu lið Pepsi-deildar karla í sumar með mun fleiri erlenda leikmenn í sínum röðum á síðasta tímabili – Stjarnan sex, FH fimm og KR fjóra – og því langt yfir meðaltali sínu síðasta áratuginn. Miðað við orð Kristins eru líkur á að sú þróun haldi áfram og lið á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að leita út fyrir landsteinana, líkt og landsbyggðarliðin hafa reglulega gert síðustu árin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira
Erlendum leikmönnum í efstu deild hér á landi hefur farið fjölgandi síðustu árin og eins og úttekt Fréttablaðsins leiðir í ljós voru íslensk lið fljót að jafna sig á efnahagskreppunni hér á landi og eru löngu komin fram úr þeim fjölda erlendra leikmanna sem var algengur árin fyrir hrun. Minnst 50 erlendir leikmenn hafa spilað hér á landi síðustu þrjú tímabil og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, spáir því að nýtt met verði sett í sumar. KR-ingar hafa misst nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð í atvinnumennsku. Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Haukur Heiðar Hauksson og Óskar Örn Hauksson spila allir erlendis á næsta ári og Guðmundur Reynir Gunnarsson er hættur. KR-ingar hafa þó náð að styrkja hópinn í haust. Pálmi Rafn Pálmason snýr aftur til Íslands eftir góð ár í Noregi og Rasmus Christiansen, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur að öllu óbreyttu í KR eftir áramót. Það þarf þó meira til og Kristinn segir að KR-ingar séu að leita leiða til að fylla í þau skörð sem voru höggvin í leikmannahóp liðsins og séu í því tilliti fyrst og fremst að horfa út fyrir landsteinana, enda fremur óalgengt að íslensk lið kaupi leikmenn frá öðrum íslenskum liðum. „Við erum ekki að leita að íslenskum leikmönnum þó að við útilokum ekki neitt,“ sagði Kristinn. „Fyrst og fremst erum við að horfa til útlanda,“ segir hann og staðfestir að danskir leikmenn séu helst í sigtinu. „Það er alveg klárt mál að við munum bæta við leikmannahópinn og ef allt gengur upp ættum við að fá tvo menn í janúar eða febrúar – að minnsta kosti.“Af þeim tólf liðum sem léku í Pepsi-deild karla í sumar var aðeins eitt sem var ekki með erlendan leikmann í sínum röðum. Það var Fram sem féll í 1. deildina ásamt Þór. Kristinn á von á því að landslagið í íslenskri knattspyrnu verði svipað að þessu leyti á komandi árum. „Ég gæti jafnvel trúað því að það verði metfjöldi erlendra leikmanna á Íslandi á næsta ári – miðað við hvernig markaðurinn er og hvað liggur í loftinu,“ segir Kristinn en eins og kemur fram hér fyrir neðan hafa lið utan höfuðborgarsvæðisins fengið mun fleiri erlenda leikmenn til sín en lið í Reykjavík og nágrenni. Þó voru þrjú efstu lið Pepsi-deildar karla í sumar með mun fleiri erlenda leikmenn í sínum röðum á síðasta tímabili – Stjarnan sex, FH fimm og KR fjóra – og því langt yfir meðaltali sínu síðasta áratuginn. Miðað við orð Kristins eru líkur á að sú þróun haldi áfram og lið á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að leita út fyrir landsteinana, líkt og landsbyggðarliðin hafa reglulega gert síðustu árin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira