Fótbolti

Áttundi sigur Rosengård í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk og stöllur hennar eru á toppnum í Svíþjóð.
Sara Björk og stöllur hennar eru á toppnum í Svíþjóð. Vísir/Valli
Rosengård styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-0 sigri á botnliði Jitex í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosengård, en hún ber fyrirliðaband liðsins.

Rosengård komst yfir á 13. mínútu þegar hin brasilíska Marta skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið, en hún gekk til liðs við Rosengård frá Tyresö í sumar.

Þýska landsliðskonan Anja Mittag bætti við marki á 41. mínútu, en þetta var 13. deildarmark hennar á tímabilinu. Mittag er markahæst í deildinni.

Amanda Ilestedt gulltryggði svo sigurinn með marki á 58. mínútu. Lokatölur 3-0, Rosengård í vil, en liðið situr í toppsæti deildarinnar með 33 stig, sex stigum meira en Örebro sem er í öðru sæti.

Jitex situr hins vegar eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með ekkert stig eftir 12 leiki. Markatala liðsins er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Jitex hefur aðeins skorað fjögur mörk og fengið á sig 36.


Tengdar fréttir

Marta skoraði tvö þegar Sara Björk og félagar komust áfram í bikarnum

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Rosengård komust áfram í sænska bikarnum í kvöld eftir 12-1 stórsigur á neðrideildarliðinu Stattena. Sara Björk sat á bekknum að þessu sinni og fékk hvíld fyrir lokasprettinn í baráttunni um sænska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×