Lífið

Vil umgangast heilt og heiðarlegt fólk

Elísabet Gunnarsdóttir er nýflutt til Þýskaland er hún bloggar á vefnum Trendnet.is.
Elísabet Gunnarsdóttir er nýflutt til Þýskaland er hún bloggar á vefnum Trendnet.is.
1. Þegar ég var ung hélt ég að … málgleðin í mér væri einungis til skemmtunar og samkjaftaði því ekki allan daginn og gaf foreldrunum aldrei frí.

2.Núna veit ég þó … að fullorðið fólk þarf stundum frið og ró, því dóttir mín er nákvæmlega sami karakter og ég var.

3.Ég mun eflaust aldrei skilja … við verðandi manninn minn því ég elska hann svo mikið.

4.Ég hef engan sérstakan áhuga á … að umgangast fólk sem kemur ekki til dyranna eins og það er klætt. Ég hef meiri áhuga á að umgangast fólk sem er heilt og heiðarlegt.

5.Karlmenn eru … alls konar fólk, eins og konur.

6.Ég hef lært að maður á alls ekki að … sitja á hugmyndum sínum eða draumum – bara láta vaða.

7.Ég fæ samviskubit þegar ég … segist ætla að gera eitthvað sem ég stend ekki við, því reyni ég að láta það ekki koma fyrir.

8.Ég slekk á sjónvarpinu þegar … aðrir gleyma því, ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarp.

9.Um þessar mundir er ég upptekin af … verkefnum haustsins sem eru mjög spennandi og skemmtileg. Einnig er ég að koma fjölskyldunni fyrir á nýju heimili í nýju landi.

10.Ég vildi óska að fleiri vissu af … í augnablikinu mikilvægi þvottavélar (!) en mín bilaði nefnilega í vikunni og ég vissi það ekki fyrr en núna hvað ég þarfnast hennar mikið. Skrítin ósk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.